Laus störf
Verkefnastjori15042024

Sérfræðingur í verkefnastjórnun

Veðurstofa Íslands leitar eftir öflugum sérfræðingi í verkefnastjórn stærri verkefna stofnunarinnar.

Veðurstofan gegnir mikilvægu öryggishlutverki þegar kemur að náttúruvá og sinnir rannsóknum á þessu sviði í samvinnu við innlendar og erlendar fag- og háskólastofnanir. Stofnunin annast einnig gerð hættumats og áhættumats vegna náttúrvár. Hér er því um er að ræða spennandi tækifæri við mótun og eftirfylgni stórra verkefna sem ganga þvert á fagsvið stofnunarinnar og eru mörg hver unnin í samvinnu við aðrar fagstofnanir og í alþjóðlegu umhverfi. Verkefnin sem um ræðir eru mikilvæg fyrir samfélagið og stuðla að bættu öryggi almennings og innviða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulag faglegrar verkefnastjórnunar

  • Verkefnastjórnun stærri verkefna, bæði innlendra og erlendra

  • Umsjón og ábyrgð við gerð verkáætlana í samráði við stjórnendur og hagaðila hverju sinni

  • Ráðgjöf til starfsmanna um faglega verkefnastjórnun

  • Miðlun upplýsinga innan stofnunar jafnt sem út á við

Dæmi um verkefni sem viðkomandi mun sinna er verkefnisstjórn áhættumats á Reykjanesskaga.

Hæfniskröfur

  • Háskólanám í verkefnastjórnun eða sambærileg menntun

  • Háskólamenntun á sviði raunvísinda er kostur

  • Gerð er krafa um farsæla reynslu í verkefnastjórnun stærri verkefna

  • Þekking og reynsla af beitingu þekktra aðferða innan verkefnastjórnunar

  • Greiningarhæfni og færni til að miðla niðurstöðum innan teyma og út á við

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

  • Frumkvæði, skipulagshæfni og nákvæmni í starfi

  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starf sérfræðings.

Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 22.04.2024

  • Hægt er að sækja um starfið hér.

Nánari upplýsingar veitir

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is


Nýjar fréttir

Kvikusöfnun undir Svartsengi áfram stöðug

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og rís land þar með sama hraða og áður. Að svo stöddu er ekki ástæða til að áætla annað en að áfram séu töluverðar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni næstu daga. Síðasta eldgos á Sundhnúksgígaröðinni hófst 16. mars. Á þeim 62 dögum sem liðnir eru síðan þá, hafa um 16 milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að þessi atburðarás hófst í lok október 2023.

Lesa meira

Vorþing um svæðisbundnar langtímaspár á norðurslóðum

Dagana 22. og 23. maí fer fram þrettándi samráðsfundur um veðurfarshorfur á norðurslóðum (Arctic Climate Forum 13, ACF13). Fundurinn er á vegum Arctic Regional Climate Network (ArcRCC-N) en gestgjafinn þetta vorið er Veðurstofa Íslands, í samstarfi við Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO).  Samráðsfundurinn fer fram í netheimum og er opinn öllum þeim sem skrá sig. Lesa meira

Rannsóknir á eldfjöllum efldust við undirritun EES samningsins fyrir 30 árum

Árið 2024 eru 30 ár síðan samningur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður sem veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Ísland á aðild að fjölmörgum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. Þessar áætlanir bjóða upp á tækifæri til samstarfs á fjölmörgum sviðum og hefur hver sínar áherslur og markmið. Veðurstofa Íslands hefur tekið þátt í fjölmörgum slíkum verkefnum. Eitt af stærri samstarfsverkefnum sem stofnunin hefur tekið þátt í og jafnframt leitt er verkefnið EUROVOLC (2018-2021). Verkefnið miðaði að samstarfi og samtengingu evrópskra eldfjallaeftirlits- og rannsóknarstofnanna.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2024

Apríl var kaldur um allt land, einkum á Norður- og Austurlandi. Óvenjuþurrt var í mánuðinum víða um land að undanskildu norðausturhorni landsins. Þar var tiltölulega snjóþungt fram eftir mánuði og töluvert um samgöngutruflanir. Mjög sólríkt var í Reykjavík. Lesa meira

Síðasti vetrardagur er í dag

Íslenski veturinn, frá fyrsta vetrardegi 28. október 2023 til og með 24. apríl 2024 var kaldur. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er, -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Íslenski veturinn hefur ekki verið eins kaldur síðan veturinn 1998-99. Að tiltölu var kaldara á norðanverðu landinu. En veður var almennt gott. Það var hægviðrasamt og illviðri tiltölulega fátíð. Veturinn var óvenjulega þurr og sólríkur suðvestanlands og er veturinn sá sólríkasti í Reykjavík frá upphafi mælinga.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica