Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 07. maí

    Lítil hætta
  • mið. 08. maí

    Lítil hætta
  • fim. 09. maí

    Lítil hætta

Hlýtt hefur verið í veðri og er snjóþekja talin nokkuð stöðug. Þó gætu litlir flekar verið til staðar í giljum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hlýtt hefur verið í veðri síðustu daga og rigndi víða á föstudag. Skíðamaður setti af stað flekaflóð í Bagalsbotnum í Norðfirði þann 1. maí og gætu litlir flekar verið til staðar í giljum. Talið er að snjóþekjan sé almennt nokkuð stöðug.

Nýleg snjóflóð

Litlar spýjur hafa fallið undan klettum í hlýindum síðustu daga. Skíðamaður setti af stað flekaflóð í Bagalsbotnum í Norðfirði þann 1. maí.

Veður og veðurspá

S- og V-lægar áttir og dálítil úrkoma á þriðjudag, annars bjart í veðri. Hlýtt í veðri en næturfrost til fjalla.

Spá gerð: 06. maí 14:35. Gildir til: 08. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica