Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 07. maí

    Lítil hætta
  • mið. 08. maí

    Lítil hætta
  • fim. 09. maí

    Lítil hætta

Snjóþekjan er almennt talin stöðug en litlar spýjur gætu fallið í sólinni.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Búast má við að snjóþekjan sé að verða nokkuð einsleit eftir frost og þýðu tímabil. Litlar spýjur gætu fallið í giljum eða undan klettum í sól og hlýindum.

Nýleg snjóflóð

Litlar sólbráðarspýjur hafa fallið í hlýindum undanfarna daga.

Veður og veðurspá

S- og V-lægar áttir og skúrir eða él á þriðjudag. Skýjað með köflum. Hiti yfir frostmarki en um og undir frostmarki hátt til fjalla.

Spá gerð: 06. maí 14:47. Gildir til: 08. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica