Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • þri. 07. maí

    Lítil hætta
  • mið. 08. maí

    Lítil hætta
  • fim. 09. maí

    Lítil hætta

Mikið hefur tekið upp til fjalla í hlýindum og rigningu undanfarið og snjóþekjan er talin nokkuð stöðug. Lítill snjór er til fjalla en ekki er útilokað að litlar votar spýjur geti fallið efst til fjalla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur sjatnað eftir hlýindi og hláku undanfarið og snjóþekjan er nokkuð stöðug. Snjógryfja frá Hengli 25. apríl sýndi jafnhita og stöðugan snjó. Lítill snjór er eftir til fjalla en litlar votar spýjur geta fallið þegar rignir.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Lítilsháttar skúrir eða slydduél á mánudag í suðlægum áttum og gæti snjóað efst til fjalla. Hæglætisveður á miðvikudag og fimmtudag.

Spá gerð: 06. maí 11:26. Gildir til: 08. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica