Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • þri. 07. maí

    Lítil hætta
  • mið. 08. maí

    Lítil hætta
  • fim. 09. maí

    Lítil hætta

Snjór hefur sjatnaði í hlýindum en þó minna í efstu fjöllum, þar er lagskiptur snjór og snjórinn verður fyrir áhrifum dægursveiflu og sólgeislunar, sérstaklega í suðlægum viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hláka og hlýindi undanfarið og snjór hefur sjatnað og styrkst, en talsverður snjór er enn hátt til fjalla og lagskipting gæti enn verið til staðar. Dægursveifla í hita og sólbráð hefur talsverð áhrif á efstu lög snjósins og því er möguleiki á votum flóðum, sérstaklega í suðlægum viðhorfum.

Nýleg snjóflóð

Víða eru yfirborðshreyfingar tengdar sólbráð og stórt vott flekaflóð féll í Flókadal 28. apríl.

Veður og veðurspá

Hæglætis veður um helgina og úrkomulaust. Dægursveiflur í hitastigi og hlýindi í kortunum.

Spá gerð: 06. maí 14:02. Gildir til: 08. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica