Haf- og borgarístilkynningar 1998
Tilkynningar í tímaröð
22-12-1998 Flugvél.
Ísbrún á 67.15N og 026.59V.
11-11-1998 Landhelgisgæslan
Við fórum á ísaslóðir í gær og flugum um 60 sml. fyrir innan miðlínu en
samkvæmt ísflugi þann 01.-11.1998 var ísröndin á þeim slóðum. Er við komum á
svæðið var enginn ís sjáanlegur og kom ekki heldur fram á ratsjá okkar.
En við sáum borgarísjaka á stað 66.24N 025.32V, frekar stór. Einnig sáum
við aðra tvo minni sem voru um 0,2 sml.frá hvor öðrum á stað 66.59N 024.26V, sjást
illa í ratsjá.
Veður á slóðinni var ekki gott úrkoma og um 25-30 hnútar úr suðri til
suð-austri.
09-11-1998 kl. 18:00 Skip á 66.12N 030.48V.
ICE 29692.
C= Jakastangl, þéttleiki 3/10 eða minna.
S= Aðallega gamall ís (tvívetrungur eða fjölvetrungur).
B= 1-5 borgarísjakar ásamt veltijökum og borgarbrotum.
D= Óákveðið (skipið í ísnum).
Z= Sigling greið, ástand óbreytt.
08-11-1998. Skip á 66.48N 030.48V.
Ice 18600
C= Skipið í opnu sundi eða rennu, sem er meira en 1 sml. á breidd, í fastaís
(landföstu samfrosta ísbelti), sem ekki sér út fyrir.
S= Aðallega miðlungs eða þykkur vetrarís, en blandaður gömlum ís (venjulega
meira en 2 m þykkum).
B= 1-5 borgarísjakar ásamt veltijökum og borgarbrotum.
D= Skipið er í landvök eða í skararsundi (milli lands eða fastaíss og ísreks).
Z= Skipið í auðum sjó, en ís í sjónmáli.
07-11-1998. Skip á 66.48N 030.30V.
Ice 38601
C= Gisið ísrek, þéttleiki 4-6/10.
S= Aðallega miðlungs eða þykkur vetrarís, en blandaður gömlum ís (venjulega
meira en 2 m þykkum).
B= 1-5 borgarísjakar ásamt veltijökum og borgarbrotum.
D= Skipið er í landvök eða í skararsundi (milli lands eða fastaíss og ísreks).
Z= Sigling greið, ástand batnandi.
01-11-1998 Landhelgisgæslan.
Sunnudaginn 1. nóvember 1998 kannaði flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN hafísinn
úti fyrir Vestfjörðum.
Ísbrúnin var næst landi sem hér segir:
29 sml. NV af Straumnesi. 44. sml. NV af Barða, 52 sml. NV af Blakk.
Staðir á ísjaðrinum í breidd og lengd:
1. 65.36N 028.25V 2. 65.50N 027.10V. 3. 66.14N 026.25V.
4. 66.30N 025.25V. 5. 66.47N 025.10V. 6. 66.48N 024.28V.
7. 67.00N 024.04V. 8. 66.54N 023.30V. 9. 67.03N 023.30V.
10. 67.16N 024.20V, þaðan lá ísjaðarinn í norður.
Þéttleiki var víðast 4-6/10 næst brúninni en 7-9/10 5-10 sml. innar.
Víða lágu ísdreifar út frá meginísbrúninni.
Veður: NA 15-25 hn., skyggni til ískönnunar var mjög gott.
28-10-1998 Landhelgisgæslan.
Miðvikudaginn 28. október 1998 fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í
eftirlits- og ískönnunarflug á miðin úti fyrir Vestfjörðum.
Næst landi var ísjaðarinn: 28 sml. NV af Straumnesi, 32 sml. NV af Barða, 59 sml. VNV af Bjargtöngum.
Staðir á ísjaðrinum í breidd og lengd: 1. 68.00N 023.25V, 2. 67.42N 024.27V, 3. 67.30N 024.33V,
4. 66.58N 025.42V, 5. 66.36N 025.58V, 6. 66.54N 024.10V, 7. 66.45N 024.02V,
8. 66.24N 025.00V, 9. 66.20N 026.05V, 10. 65.50N 027.25V.
Víðast var þéttleiki íssins 7-9/10 og 4-6/10, en mikið var um ísdreifar við
ísbrúnina. Veður til ískönnunar var slæmt. Veður: NA 20-40 hn. 8/8 sk. Snjókoma.
26-10-1998 Landhelgisgæslan
Mánudaginn 26. október 1998 fór flugvél landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits-
og ískönnunarflug á miðin úti fyrir Vestfjörðum.
Næst landi var ísjaðarinn: 40 sml. NV af Straumnesi og 50 sml. NV af Barða.
Staðir á ísjaðrinum í breidd og lengd:
1. 66.40N 030.00V, 2. 66.29N 028.31V, 3. 66.12N 028.31V, 4. 66.12N 028.02V,
5. 66.42N 027.30V, 6. 66.42N 026.25V, 7. 67.03N 026.11V, 8. 66.59N 025.20V,
9. 66.22N 027.02V, 10. 66.18N 026.42V, 11. 67.01N 023.50V.
Þaðan lá ísbrúnin til norðurs. Víðast var þéttleiki íssins 7-9/10 og 4-6/10.
Innan við ísbrúnina var mikið af stórum borgarísjökum.
Veður: Hægv. 6/8 sk. Lágþokubakkar.
26-10-1998 Ægir kl. 08:50.
Borgarísjaki á stað: 66.44,5N 025.17,6V. Sést vel í ratsjá.
12-10-1998 Bjarni Sæmundsson kl. 04:00.
Ísspöng á 67.02,7N 023.44,3V. Sést illa í ratsjá.
09-10-1998 Landhelgisgæslan
Föstudaginn 9. október 1998 kannaði flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN hafísinn
úti fyrir Vestfjörðum.