Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 4-6. apríl 2025. Meginísröndin var næst landi um 50 sjómílur norðvestur af Kögri en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir aðallega norðaustanátt á svæðinu næstu daga og þá væri líklegt að ísinn reki frá landi.
![]() Ísjaðarinn er um 50 sml norðvestur af Kögri |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 31. mars 2025. Meginísröndin var næst landi um 72 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga, en eftir miðja vikuna snýst vindur líklega til suðvestlægrar áttar og þá gæti ísinn rekið nær landi.
![]() |