Hafískort teiknað efir SAR gervitunglamyndum, síðustu 3 daga - 19. -21. jan. 2025, og stuðst við greiningu DMI og METNO.
Meginísröndin og mældist hún í um 90 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi.
Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á Grænlandssundi er spáð breytilegri átt 3-10 í dag. A-læg átt á morgun, 15-23 S-til, annars mun hægari. Síðan NA-átt fram yfir helgi.
Hafískort 21. janúar 2025 |
Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamyndum frá því kl. 8:14 í morgun, mán. 13. jan. 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 65 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Í síðustu viku bárust fregnir af stökum ísjökum á Húnaflóa. Á SAR myndunum frá því í morgun virðist mega greina þrjá ísjaka norðaustur af Trékyllisvík.
Spáð er austan- og norðaustanátt á Grænlandssundi í dag. Á morgun er útlit fyrir hvassa norðaustanátt á norðurhluta svæðisins, en mun hægari suðlæg eða breytileg átt á suðurhluta þess fram undir kvöld. Á miðvikudag eru horfur á hvassri norðaustanátt á stærstum hluta Grænlandssunds.
ís sást við Hólmavík sem var um 40 metra langur og 10 metra hár. 65°38,85´N-021°26,86´V
ísmolar sáust við Gjögur þar sem sá stærsti var um 10 metra langur og 3 metra hár. 66°00,48´N-021°19,27´V
Sea ice map |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 6. janúar 2025 kl. 08:30. Meginísrönd var næst landi um 52 sjómílur norðvestur Barðanum. Norðaustanátt á Grænlandssundi á morgun og ætti ísinn að reka nær Grænlandi, en snýst í suðvestanátt á miðvikudag.
Veiðimaður hefur séð um 7 ísjaka í Húnaflóa á meðan hann var að fiska stora sem smáa.
Ég sá einn á landleið sem var Norðan við Stóraboða austan við Asparvík (læt fylgja mynd) einnig einn sem var lítill en hættilegur minni bátum grunnt á Kaldbaksvík
Asparvík eða Kaldbaksvík, séð frá land. | Asparvík eða Kaldbaksvík, séð frá land. |
Ísjaki um 3 km frá Blönduósi. Staðsetning fengin frá dróna: Latitude: 65° 39' 39,948" N Longitude: 20° 21' 33,324" W
Sea ice map |
Ísjaka rekur inn rétt austan við Grímsey í Steingrímsfirði
Ísjaki vinstra megin á mynd | Ísjaki hægra megin við miðju á mynd |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 30. desember 2024 kl. 08:30. Meginísröndin var næst landi um 77 sjómílur norðvestur af Barðanum, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær Íslandi. Það snýst í suðvestanátt á Grænlandssundi á morgun, en samkvæmt nýjustu spám verða norðaustlægar áttir ríkjandi seinni hluta vikunnar.