Hafístilkynningar síðustu 30 daga

07. apr. 2025 10:35 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 4-6. apríl 2025. Meginísröndin var næst landi um 50 sjómílur norðvestur af Kögri en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir aðallega norðaustanátt á svæðinu næstu daga og þá væri líklegt að ísinn reki frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 50 sml norðvestur af Kögri

31. mar. 2025 08:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 31. mars 2025. Meginísröndin var næst landi um 72 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga, en eftir miðja vikuna snýst vindur líklega til suðvestlægrar áttar og þá gæti ísinn rekið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. mar. 2025 18:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á Sentinel gervitunglamynd frá 24. mars 2025. Hafísröndin mælist 47 sjómílur frá Straumnesi. NA-lægar áttir næstu daga, stormur á morgun en síðan hægari.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel gervitunglamynd frá 24. mars 2025

16. mar. 2025 19:15 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið byggt á gervitunglamynd frá Sentinel 1 frá 16. mars. Hafísröndin mælist 49 nm frá Straumnesi. Suðvestlæg átt í dag, en austlægar áttir á morgun og næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica