Hafístilkynningar síðustu 30 daga

09. júl. 2024 18:29 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem voru tekin 7. til 9. júlí 2024. Hafísröndin er uþb 85 sjómílur NV af Barða þar sem það er næst landi. Útlit er fyrir suðvestlægar áttir næsta daga og má gera ráð fyrir að ísinn fer nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. júl. 2024 10:18 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 Meginísröndin er um 60 sjómílur NV af Straumsnesi þar sem hún liggur næst landi. Útlit er fyrir norðlægar áttir næstu daga og þá gæti hafís farið aðeins frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. jún. 2024 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki hafast borið SAR tunglmyndir af Grænlandssundi í kerfi Veðurstofunnar undanfarna daga. Einnig hefur verið skýjað á svæðinu í gær og í dag og því hafa hefðbundnar tunglmyndir ekki hjálpað. Við bendum því á hlekki á norsk og dönsk ískort hér vinstra megin á síðunni (smella á "Ískort").

17. jún. 2024 16:57 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á tuglmynd frá 16.06 kl 08:22. Töluvert er um gisnar ísspangir vel innan miðlínu og næst landi u.þ.b. 27 sjómílur norðvestur af Straunesvita. Óvíst hve vel ís sést á radar. Norðaustlægar áttir næstu 2 sólarhringa ættu að ýta ísnum í átt að Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica