Skip tilkynnir borgarísjaka úti fyrir Vestfjörðum, hnit: 66-17-583N 025-00-340W sem sést vel á radar. Talið er að þetta sé sami borgarísjaki og var tilkynntur í nótt, 19. nóvember.
Sea ice map |
Borgarísjaki töluvert stór, sést greinilega með kíki.
Staðsetning: 66°23,100´N - 024°47,97´V (31 sml NV-af Barðanum)
Rekur 0,4 hn í 240° (VSV átt). Sést vel í ratsjá.
Sea ice map |
Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem teknar voru 14. nóvember 2024. Röndin er u.þ.b. 105 sjómílur NNV af Straumsnesi þar sem hún er næst landi, en þó sáust nokkrir jakar nær landi.
Spáð er norðaustlægri eða breytilegri átt næstu daga.
Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem teknar voru 08. til 12. nóvember 2024. Hafísinn byrjar að þéttast norðantil í svæðinu næst Grænlandi, en sunnantil eru bara ísjakar á víð og dreif. Röndin er u.þ.b. 85 sjómílur NV af Straumsnesi þar sem hún er næst landi, en þó sáust nokkrir jakar nær landi.
Spáð er suðvestanátt næstu daga og þá getur ísinn rekið í átt að landsi. Á föstudag snýst í norðan- og norðaustanátt og rekur ísinn þá aftur frá landi.
Borgarísjaki, sést vel á ratsjá.
Sea ice map |
Enginn samfelldur hafís er á Grænlandssundi en nokkuð er af stökum borgarísjökum á svæðinu.