Norðlæg átt, 3-10 m/s, en norðvestan 8-15 austast fyrripart dags. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, annars bjart að mestu.
Norðaustan 5-13 á morgun og bjart með köflum, en stöku él á víð og dreif. Bætir heldur í ofankomu norðaustanlands um kvöldið.
Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Spá gerð: 21.11.2024 04:40. Gildir til: 22.11.2024 00:00.
Á föstudag:
Norðaustan og norðan 5-13 m/s og dálítil él á víð og dreif, en bætir í ofankomu á Norður- og Austurlandi um kvöldið. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt 5-13, en hvassviðri við suðausturströndina. Víða bjart, en skýjað og stöku él norðaustantil. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-15, en 15-23 á Suðausturlandi. Dálítil snjókoma um landið norðaustanvert, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig.
Á mánudag:
Norðlæg átt og lítilsháttar él, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Áfram kalt í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt og stöku él, en yfirleitt bjart fyrir austan. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 20.11.2024 20:15. Gildir til: 27.11.2024 12:00.
Útlit fyrir norðlæga átt í dag, víða stinningsgola en allhvasst á Austfjörðum fyrripart dags. Áfram kalt í veðri og dálítil él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hvessir aðeins á Vestfjörðum í kvöld.
Norðaustan kaldi eða strekkingur á morgun. Lítilsháttar él fyrir norðan og yfirleitt bjart sunnantil, en líkur á stöku éljum á Suðvesturlandi. Bætir heldur í ofankomu norðaustanlands um kvöldið. Frost um allt land.
Spá gerð: 21.11.2024 06:29. Gildir til: 22.11.2024 00:00.