Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað, en skýjað með köflum eftir hádegi og líkur á lítilsháttar vætu við suður- og vesturströndina.
Austan 8-13 m/s syðst á morgun, en annars mun hægari. Skýjað víða um land, en léttskýjað vestantil.
Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands, en víða næturfrost.
Spá gerð: 19.04.2025 03:56. Gildir til: 20.04.2025 00:00.
Á sunnudag (páskadagur):
Austan 8-13 m/s syðst á landinu, annars hægari. Víða þurrt og bjart veður og hiti 2 til 9 stig, en skýjað með köflum og víða vægt frost austantil.
Á mánudag (annar í páskum):
Norðaustlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 við syðst. Víða léttskýjað og hiti 1 til 7 stig á vestanverðu landinu, en sums staðar dálítil él og vægt frost eystra.
Á þriðjudag:
Yfirleitt hæg austlæg átt, kaldi syðst. Skýjað að mestu og þurrt að kalla, en víða léttskýjað vestantil. Heldur hlýnandi veður.
Á miðvikudag:
Austanátt og skýjað að mestu en dálítil væta syðst og austast. Hiti 2 til 12 stig að deginum, svalast fyrir norðan.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Útlit fyrir austanátt, rigningu með köflum og hlýindum, en skýjað mðe köflum og þurrt norðan heiða.
Á föstudag:
Líklega suðaustlæg átt og rigning suðaustantil, en annars úrkomulítið og áfram hlýtt í veðri.
Spá gerð: 18.04.2025 19:51. Gildir til: 25.04.2025 12:00.