Sunnan 5-13 m/s og dálítil væta, en þurrt um landið norðaustanvert. Hvassara í vindstrengjum á Snæfellsnesi. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig.
Bætir í vind í kvöld, suðaustan 13-20 seint í nótt og víða rigning. Lægir á morgun og dregur úr vætu, en áfram rigning suðaustan- og austanlands fram undir kvöld. Hiti 3 til 11 stig, en kólnar seint annað kvöld.
Spá gerð: 11.01.2025 15:22. Gildir til: 13.01.2025 00:00.
Á mánudag:
Suðlæg átt 8-15 m/s og allvíða rigning eða súld, en skúrir eftir hádegi. Styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis. Hiti víða 2 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-15, hvassast austantil. Rigning með köflum, en samfelldari úrkoma syðst á landinu. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 13-20 og rigning, en úrkomulítið norðaustanlands. Áfram milt. Kólnar um kvöldið með snjókomu eða éljum um landið vestanvert.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en stöku él vestanlands. Frost víða 0 til 7 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu, en síðar rigningu eða slyddu sunnanlands. Hlýnar smám saman.
Spá gerð: 11.01.2025 08:40. Gildir til: 18.01.2025 12:00.
Nokkuð myndarlegur skilabakki nálgast nú úr suðvestri. Í kvöld bætir því smám saman í vind og seint í nótt má búast við allhvassri eða hvassri suðaustanátt með rigningu víða um land. Á norðanverðu Snæfellsnesi og í vindstrengjum við Faxaflóa slær þó líklega í storm.
Lægir á morgun og dregur úr vætu, fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og súld eftir hádegi, en áfram rigning suðaustan- og austantil fram undir kvöld. Hlýtt í veðri.
Á mánudag ganga næstu skil norðaustur yfir landið og það rignir um tíma í flestum landshlutum, en vindur verður þó ekki tiltakanlega mikill. Eftir hádegi verður úrkoman skúrakenndari á Suður- og Vesturlandi og undir kvöld styttir upp um landið norðaustanvert. Áfram milt í veðri.
Á þriðjudag er svo útlit fyrir áframhaldandi suðlæga átt með vætu um mest allt land.
Spá gerð: 11.01.2025 15:42. Gildir til: 12.01.2025 00:00.