Hafís í júní 1999

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór tvisvar sinnum í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 18. og þ. 28.

Haf- og borgarístilkynningar í júní 1999

Þ. 18. var ísinn næst landi 48 sml. NV af Straumnesi og 82 sml. N af Kögri. Voru það ísdreifar að þéttleika 1-4/10. Ekki sást til ísbrúnarinnar fyrr en fyrir norðan 67°30'N og var hún um 30-35 sml. NNV frá ísdreifunum.

Þ. 28. var ísinn næst landi 19 sml. NV frá Straumnesi og voru það ísdreifar að þéttleika 4-6/10. Ísjaðarinn var næst landi 43 sml. NV frá Galtarvita og 58 sml. NV frá Bjargtöngum. Þar var þéttleiki íssins 4-6/10 en norðar var hann 7-9/10. Borgarísjakar sáust á eftirtöldum stöðum: 67°25'N 023°36'V, 67°26'N 023°57'V og 65°45'N 027°19'V.

Aðrar tilkynningar bárust um ís frá skipum í mánuðinum og var sá ís á svipuðum slóðum eða fjær landi en fyrrgreindur ís.

Ís næst landi í júnímánuði var þ. 28., 19 sml. NV frá Straumnesi.

Í Grænlandssundi skiptust nokkuð jafnt á suðvestan- og norðaustanátt í júní.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica