Hafís í ágúst 1999
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Engar tilkynningar bárust um hafís í ágúst.
Ísinn er mun norðar við Grænlandsstrendur þetta sumarið en venja er til. Þarf að fara aftur til fjórða áratugarins til að finna sambærilegt.
Allnokkrar tilkynningar bárust um borgarís, bæði frá Landhelgisgæslu og sjófarendum og var sá er næstur var landi á 66°52'N og 22°41'V þ. 18.
Í Grænlandssundi skiptust jafnt á suðvestan- og norðaustanátt í ágúst.