Hafís í febrúar 2000

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Hafís var fjarri landi í mánuðinum.

Haf- og borgarístilkynningar í febrúar 2000

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum þ. 7. og 22.

Þ. 22. var ísrönd að þéttleika 4-6/10, næst landi 62 sml. NV frá Straumnesi.

Auk þess sást ísjaðar úr flugvél þ. 4. og var hann um það bil 65 sml. NV frá Gelti, sunnan við Ísafjarðardjúp.

Borgarís sást nokkuð djúpt út af Selskeri á Ströndum, í fyrstu viku mánaðarins.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í febrúar.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica