Hafís í júní 2006
Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.
Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug í júní þ. 16. og 22.
Þ. 16. var ísinn næst landi 43 sml. NV af Straumnesi og er það á svipuðum slóðum og sá ís sem næstur var landi á sama tíma í fyrra. Þéttleiki ísrandarinnar var að mestu leyti 4-6/10. Syðst á könnunarsvæðinu var ísinn gisnari þ.e. 1-3/10 og um miðbik þess var eingöngu um ratsjárathugun að ræða vegna veðurs.
Þ. 22. var ísinn næst landi u.þ.b. 63 sml. V af Barða. Eingöngu var um ratsjárathugun að ræða vegna þoku.
Ekki var um frekari ístilkynningar að ræða þennan mánuðinn.
Norðaustan- og suðvestanátt skiptust nokkuð jafnt á í Grænlandssundi í júní