Umfjöllun um skýrslur IPCC

Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu hefur aukist seinasta áratug - 5.4.2022

Losun gróðurhúsalofttegunda  á heimsvísu hefur aukist seinasta áratug en hægt hefur á aukningunni síðustu ár að hluta til vegna aðgerða stjórnvalda. Stefnur ríkja sem eiga aðild að Parísarsáttmálanum benda til samdráttar í losun á heimsvísu, en framlög ríkjanna (e. NDC) til ársins 2030 duga ekki til. Framlögin ná ekki að takmarka hlýnun við 1,5 °C og eigi að takast að halda hlýnun jarðar innan við 2 °C þarf árangur mótvægisaðgerða að aukast verulega. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu vinnuhóps 3 í sjöttu matskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær.

Lesa meira

Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð fólks og heilsu jarðar - 28.2.2022

Í dag, 28. febrúar, kom út matskýrsla sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).  Skýrslan er mjög viðamikil og gerir grein fyrir tengslum loftslags, lífræðilegs fjölbreytileika, umhverfis og samfélaga manna og samþættar enn frekar þekkingu náttúru-, umhverfis- félags-, og hagfræða. Skýrslan er afrakstur vinnuhóps sem leggur mat á áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög og skoðar möguleika á aðlögun, auk þess að leggja grunn að nauðsynlegum aðgerðum til þess að aðlagast loftslagsbreytingum. Þessi skýrsla er annar hluti 6. ritraðar IPCC um loftslagsbreytingar. Nánar er fjallað um IPCC í viðauka við þessa fréttatilkynningu.

Lesa meira

Afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar - 9.8.2021

Í dag kemur út skýrsla sérfræðingahóps Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Skýrslan er mjög viðamikil og fjallar um breytingar sem hafa átt sér stað í lofthjúp, hafi, freðhvolfi, á landi og í lífríki. Athafnir manna hafa ótvírætt hitað lofthjúpinn, haf- og landsvæði. Víðtækar og hraðar breytingar í lofthjúpi, hafi, freðhvolfi og í lífríki hafa átt sér stað. Þessar breytingar eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu alda og árþúsunda.  

Lesa meira

SROCC september 2019 - 24.9.2019

Hlýnun á norðurskautssvæðinu hefur verið meira en tvöfalt hraðari en að meðaltali á jörðinni á síðustu tveimur áratugum. Þessa mögnun hlýnunar má að hluta rekja til samdráttar hafíss og snjóþekju á sama tíma. Á komandi árum og áratugum munu jöklar enn hörfa víðast hvar og snjóhula að vetri endast skemur. Matvæla­öryggi og skilyrði til búsetu á norðurskautssvæðinu munu breytast. Breytinga er að vænta á náttúru­vá, m.a. á flóðum í ám, snjóflóðum, skriðuföllum og vandamálum vegna óstöðugra jarðlaga, sem gera má ráð fyrir að hafi áhrif á innviði, ferðamennsku og aðstæður til útivistar.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica