Snjóflóð úr Rangala í Lónafirði
Myndskeið af snjóflóði 25. apríl 2013
Snjóflóð úr Rangala í Lónafirði náðist á mynd vorið 2013. Höfundur er Michel André.
Lónafjörður liggur milli Veiðileysufjarðar og Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum. Lónanúpur gengur fram í sjó sunnan við fjörðinn en andspænis honum er Múli. Lónafjörður er þröngur og snjóþungur, óaðgengilegur og erfiður yfirferðar (af frjálsa alfræðiritinu, Wikipedia).
Snjóflóð í Rangala í Lónafirði 25. apríl 2013. Myndataka: Michel André.