Ábyrgð á verkstjórn daglegs vatnaváreftirlits og viðbrögðum í aðdraganda og/eða í kjölfar stóratburða í samráði við yfirmann og náttúruvárstjóra. Skilgreining verkferla og viðbragðsáætlana vegna vatnavár og samræmd miðlun upplýsinga. Almenn störf er lúta að jarðskjálftamælingum. Umsjón með rekstri þenslumælakerfis.
Ph.D. í jöklafræði. Staffordshire University í Bretlandi árið 2002.
B.Sc. Hons (1:1) í jarðeðlisfræði, Staffordshire University, í Bretlandi árið 1998.
GIS; gagnagreining og tölvugrafík.
Jarðskjálftafræði, eldfjallafræði og jöklafræði.
Eftirlitsmaður á jarðvakt, umsjón (ásamt öðrum) með Bráðavárverkefninu og Foresight-verkefninu sem Evrópusambandið styrkir, þátttakandi í Volume- og Transfer-verkefninu, einnig styrkt af Evrópusambandinu.
Eftirlit með jökulhlaupum með jarðskjálftamælingum, mæling á hreyfingu jökla með GPS-tækni og rannsóknir á landmótun og setmyndun vegna jökulhlaupa.
Upplýsingagjöf um vá vegna jökulhreyfinga og eldgosa.
Umsjón með rannsóknarverkefnum til meistaraprófs.