Flóðakort
kort af flóðasvæði

Flóðakort

Síðan í ársbyrjun 2007 hafa starfsmenn Vatnamælinga, nú Veðurstofu Íslands, unnið að því að kortleggja flóðaför á vatnasviðum Ölfusár og Hvítár í Árnessýslu, Hvítár í Borgarfirði, Héraðsvatna í Skagafirði og Djúpadalsá í Eyjafirði. Kort af flóðaförum á Skeiðum hefur verið kynnt. Ætla má að flóð af svipaðri stærð og í desember 2006 verði allt að fimm sinnum á öld. Kort af flóðaförum Suðurlandi fæst hjá Veðurstofu Íslands en einföld útgáfa af flóðakortinu er sýnd hér til hliðar. Kortið er í þróun og réttur til breytinga áskilinn. Veðurstofan tekur ekki ábyrgð á notkun þess.

Úttekt á flóðasvæðum í Borgarfirði hefur verið birt í ritgerð Maríu Theodórsdóttur, Neðri hluti Hvítár í Borgarfirði - kortlagning flóðs 2006 (pdf 67 Mb).

Hvítá í Borgarfirði 2006, kort.

Úttekt á flóðasvæðum á Suðurlandi var birt í greinargerð Vatnamælinga, Flóð á Skeiðum. Höfundar:
Árni Snorrason, Oddur Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Bogi Brynjar Björnsson & Jórunn Harðardóttir (pdf).

Hvítá/Ölfusá á Suðurlandi 2006, kort.

Unnið er að sambærilegri úttekt á flóðasvæðum í Skagafirði.

Héraðsvötn í Skagafirði 2006, kort.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica