Jöklamælingar
Geysilegar breytingar hafa orðið á íslenskum jöklum á sögulegum tíma og sennilega eru þær hvað örastar á okkar dögum. Talið er að jöklarnir hafi verið mun umfangsminni á landnámsöld heldur en nú. Að öllum líkindum hefur veðurfar kólnað nokkuð samfellt fyrstu 1000 ár Íslandsbyggðar og voru jöklar stærstir í kringum 1890 og höfðu þá ekki orðið stærri síðan ísöld lauk fyrir um 10.000 árum.
Á 20. öld hlýnaði töluvert í heiminum og fór Ísland ekki varhluta af því. Jöklar landsins minnkuðu þá um það bil jafnmikið og þeir höfðu stækkað næstu þrjár aldir þar á undan þrátt fyrir nokkurra ára kuldatímabil eftir 1965, en þá stækkuðu þeir bæði að rúmmáli og flatarmáli.
Síðustu 12 árin tók steininn úr. Sennilega er það hlýjasta 12 ára tímabil í Íslandssögunni, enda rýrna jöklar örar nú en vitað er um að gerst hafi áður. Lætur nærri að flatarmál jöklanna minnki nú um 0,3% á ári hverju og rúmmálið um allt að 0,5%. Með slíku áframhaldi endast þeir vart meira en tvær aldir.
Árið 2008 kom út bók um nöfn á íslenskum jöklum.
Árið 2009 voru kynntar mælingar sem sýndu þynningu Hofsjökuls og þynningu Snæfellsjökuls.
Árið 2012 kom út skýrsla um rýrnun jökla við Norður-Atlantshaf á vegum norræna verkefnisins SVALI.
Árið 2013 kom út Jöklakort af Íslandi á vegum Veðurstofu Íslands.
Árið 2013 var alþjóðleg ráðstefna um kortlagningu jökla með leysimælingum haldin í Reykholti.
Árið 2013 kom í ljós nýr sigketill í Hofsjökli.
Í maí 2014 birti NASA frétt um bráðnun jökla á Suðurskautslandinu.
í Sjónmáli var viðtal við fagstjóra Veðurstofunnar á sviði jöklarannsókna um rannsóknir á slíkri bráðnun.
Haustið 2015 var ársafkoma Hofsjökuls jákvæð.