Greinar
Mikið var um að vera á fellibyljaslóðum Atlantshafs í september 1961. Betsyarlægðin, sem hér er sýnd, var mjög stór um sig og langt gengin þegar hún komst í námunda við Ísland. Betsy hélt sig allan líftímann (2. til 12. sept.) yfir hafi og olli ekki tjóni. Á kortinu er miðjuþrýstingur undir 950 hPa. Á sama tíma var fellibylurinn Carla að valda stórtjóni í Bandaríkjunum og Debbie var á sveimi í miðju Atlantshafi. Debbie komst sem fellibylur alla leið til Bretlands og olli gríðarmiklu tjóni 16. september, m.a. biðu 11 manns bana á Írlandi.