Greinar
Skammdegissól gengur til viðar í gráblikubakka í desember 1972. Myndin er tekin í Borgarnesi. Gráblika (altostratus) sýnir sig þegar regnsvæði skilakerfis nálgast. Hún er samsett úr örsmáum vatnsdropum þannig að í henni sjást ekki ljósfyrirbrigði eins og rosabaugar, en oft má sjá móta fyrir sól. Geislar hennar og skýin geta í sameiningu myndað sérkennilega skugga eða ljósform ef skýjabreiðan er ójöfn að einhverju leyti.