Greinar

Kortaritun

Veðurathuganir færðar á veðurkort

Trausti Jónsson 24.3.2010

Veðurathuganir á greiningarkortum þeim sem sjá má á vefnum eru ritaðar inn eftir sérstöku stöðva- og táknsniði. Þetta táknsnið þróaðist á löngum tíma til þess háttar sem er í dag en engar teljandi breytingar hafa þó verið á því gerðar í meira en 60 ár.

Hér er leitast við að skýra merkingu svæða og tákna sniðsins. Myndin sýnir dæmigert útlit þess. Þar má finna hita, loftþrýsting, skyggni, skýjahulu, vinda og fleira á mjög knöppu formi. Nákvæmar skýringar má finna í meðfylgjandi skjali (pdf 0,2 Mb), fyrst eru skýringar á stöðvasniðinu en aftar eru skýringar á einstökum táknum sem notuð eru. Nú á dögum eru sérhæfð teikniforrit notuð til kortaritunar, flest þeirra bregða á einhvern hátt út frá ströngustu reglum.

Áður fyrr var ritað með sérstökum teiknipenna og komst ritunin svo mikið upp í vana að oft mátti sjá æfða ritara tala í síma meðan höndin stýrði pennanum af öryggi yfir kortið. Meðan litir voru notaðir var hliðarörmum bætt á pennastöngina með áföstum sérpennum fyrir rautt og grænt. Mörg dæmi voru um að ritarar á þeim tíma fengju sérstaka vöðva- eða sinabólgu vegna (ósjálfráðs) snúnings handarinnar.

Tákn á veðurkortum
veðurathugun á einni stöð í táknformi
Hér má sjá hita, loftþrýsting, skyggni, skýjahulu, vinda og fleira á mjög knöppu formi.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica