Greinar
gervihnattamynd
Gosaskan greind með svokallaðri birtuhitastigs-mismunargreiningu.
1 2
næsta

Aska á gervitunglamyndum

Hróbjartur Þorsteinsson 16.4.2010

Gosaska og smáar svifagnir einkennast af ákveðnum mismun í birtuhitastigsmælingu á tveimur innrauðum rásum í veðurtunglum og jarðrannsóknatunglum.

Þessar myndir eru byggðar á MODIS mælingum úr Terra, gervitungli NASA. Myndin var tekin rétt fyrir hádegi 14. apríl kl. 11.35.

Fyrri myndin er blanda af rásum úr MODIS sem hermir best eftir sjáanlega sviði mannsaugans, en hún sýnir hvernig utanað úr geimnum má sjá gosöskustrókinn í grábrúnleitum lit sem teygir sig langt austur og upp að ströndum Noregs.

Á seinni myndinni hefur gosaskan verið greind með svokallaðri birtuhitastigs-mismunargreiningu en hún er unnin úr innrauðum rásum í MODIS myndavélinni. Slík greining er einn helsti mælikvarði eftirlitsstofnana á tilvist gosösku í háloftum með gervitunglum. Greiningin takmarkast helst af skýjafari en á gervitunglamyndum sést að mikill hluti gosöskunnar er hulinn háskýjum. Þetta hefur valdið töluverðri óvissu um takmörk og útbreiðslu gosöskunnar.

Sem aðili að EUMETSAT þá getur Veðurstofan fylgst með útbreiðslu gosöskunnar í rauntíma. Þar einkennist gosaskan af skærum rauðgulum og rauðum litum. En svarti flekkurinn er háský orsakað af fjallabylgju hátt yfir Íslandi. Þessi háský huldu gosöskuna mikið af deginum.

Sandfok greinist með sömu aðferðum, sjá frétt um fok á Landeyjarsandi fyrr á árinu.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica