Greinar

Leiðbeiningar með textaspám

Veðurstofa Íslands 27.3.2007

Veðurstofunni berast á hverjum degi niðurstöður úr mörgum spálíkönum. Veðurfræðingur yfirfer niðurstöðurnar og byggir textaspárnar á niðurstöðum sem líklegastar eru til að ganga eftir á hverjum tíma. 

Landspá:

  • Veðurspá fyrir landið er skrifuð í textaformi fjórum sinnum á sólarhring (kl. 06:30, 10:00, 18:30 og 22:00) fyrir 10 landsvæði (sjá spákortaskiptinguna).
  • Stutt veðurspá fyrir landið, ásamt spá fyrir höfuðborgarsvæðið, er skrifuð átta sinnum á sólarhring (kl. 01:30, 04:30, 07:00, 10.30, 13:00, 16:30, 19:30 og 22:30). Spáin nær ýmist 24 klst. fram í tímann eða 36 klst. fram í tímann.
  • Í textaspánni er ríkjandi vindátt og 10 mínútna meðalvindhraða lýst, skýjafari, veðri og hitastigi og þeim breytingum sem vænta má á spátímabilinu á þessum veðurþáttum.
  • Varað er við stormi þegar búist er við að vindhraði fari yfir 20 m/s.
  • Þegar textaspárnar eru unnar notar veðurfræðingurinn nýjustu veðurathuganir, mælingar frá gervitunglum og veðursjá og reikninga frá veðurspálíkönum. Til viðbótar við þetta nýtir veðurfræðingurinn sérþekkingu sína á þáttum sem geta haft áhrif á veðrið og þróun þess.
  • Þar sem veðurfræðingurinn nýtir sér margþættar upplýsingar við gerð textaveðurspár getur orðið ósamræmi á milli þess sem kemur fram í textanum og því sem birtist í staðaspám og/eða veðurþáttaspám. Ef það gerist ber að fara eftir textaspánum þar sem þær eru unnar af veðurfræðingi en myndrænar spár, hvort sem það eru staðaspár eða veðurþáttaspár, eru úr tölvulíkani.

Næstu dagar:

  • Spá fyrir þriðja til sjöunda dag fram í tímann er skrifuð tvisvar sinnum á sólarhring (08:30 og 23:30).
  • Spáin gefur upplýsingar um ríkjandi vindátt, veður og hitastig og þær breytingar sem vænta má á þessum veðurþáttum.
  • Þar sem veðurspáin verður ónákvæmari þegar lengra kemur fram í tímann er einungis gefið gróft útlit fyrir fimmta til sjöunda dag.

Sjóspá:

  • Veðurspá fyrir mið og djúp er gerð fimm sinnum á sólarhring (kl. 01:00, 04:30 fyrir mið og kl. 05:30, 11:30, 17:30 og 22:00 fyrir djúp).
  • Spáin nær ýmist 24 klst. fram í tímann eða 36 klst. fram í tímann. Í spánni er ríkjandi vindátt og vindstyrk lýst, ásamt veðri er hamlar skyggni eins og slyddu, snjókomu og þoku.
  • Varað er við stormi þegar búist er við að vindhraði fari yfir 20 m/s og einnig er varað við mikilli ísingu þegar það á við.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica