Sunnan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað, en 13-20 og fer að rigna með morgninum. Suðvestan 3-8 og lítilsháttar væta eftir hádegi. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 11.01.2025 21:24. Gildir til: 13.01.2025 00:00.
Á mánudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og allvíða rigning eða súld, en skúrir eftir hádegi. Styttir upp á norðaustanverðu landinu um kvöldið. Hlýnandi veður og hiti 2 til 8 stig seinnipartinn.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Rigning, einkum syðra, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Allhvöss eða hvöss suðlæg átt, víða rigning og milt veður, en gengur í noranhvassviðri með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri vetsntil síðdegis.
Á fimmtudag:
Hægir vindar og úrkomulítið, gengur í stífa norðanátt með snjókomu austantil um kvöldið. Talsvert frost víða um land.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt og él á víð og dreif, en hvessir og snjóar víða um kvöldið. Áfram kalt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með snjókomu eða éljagangi og svölu veðri.
Spá gerð: 11.01.2025 20:04. Gildir til: 18.01.2025 12:00.