Norðvestan 5-13 m/s og skýjað með köflum, en léttskýjað á morgun og lægir síðdegis. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn.
Spá gerð: 12.03.2025 21:31. Gildir til: 14.03.2025 00:00.
Á föstudag:
Vestan og suðvestan 8-15 m/s. Skýjað og dálítil væta á vesturhelmingi landsins, en bjart með köflum austantil. Hlýnandi veður, hiti 4 til 9 stig síðdegis.
Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning, en yfirleitt léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Á sunnudag:
Sunnan 10-18 m/s, hvassast í vindstrengjum vestanlands. Dálítil súld eða rigning um landið sunnan- og vestanvert. Hægari vindur og bjart að mestu norðaustantil. Hiti 5 til 10 stig.
Á mánudag:
Sunnan 8-15 m/s, en 13-20 með snörpum vindhviðum á vestanverðu landinu. Rigning sunnan- og vestanlands, um tíma talsverð úrkoma. Þurrt að kalla austan- og norðaustantil. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt. Rigning eða slydda í flestum landshlutum og síðar snjókoma á vestanverðu landinu. Kólnandi veður.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt. Bjart með köflum en stöku él eða slydduél á víð og dreif. Hiti um frostmark yfir daginn.
Spá gerð: 12.03.2025 21:10. Gildir til: 19.03.2025 12:00.