Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart að mestu. Hiti 3 til 7 stig að deginum. Gengur í norðaustan 5-13 á morgun, lítilsháttar él og kólnar.
Spá gerð: 20.04.2025 09:37. Gildir til: 22.04.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum á Austurlandi og lítilsháttar él, en bjart að mestu um landið vestanvert. Hiti 0 til 9 stig yfir daginn, mildast suðvestantil, en allvíða næturfrost.
Á miðvikudag:
Suðaustan 8-15 suðvestantil, annars hægari vindur. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Heldur hlýnandi.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag:
Suðaustan 8-15, en hægari norðan- og austanlands. Víða léttskýjað, en lítilsháttar væta á Suður- og Suðausturlandi. Hiti 4 til 13 stig að deginum, hlýjast vestantil.
Á laugardag:
Suðlæg átt og væta með köflum, en léttskýjað norðaustanlands. Milt í veðri.
Spá gerð: 20.04.2025 08:32. Gildir til: 27.04.2025 12:00.