Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er útlit fyrir rólegt sumarveður í flestum landshlutum í dag, austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða bjartviðri. Hiti 13 til 25 stig, hlýjast á Norðurlandi. Við austurströndina verða þokubakkar á sveimi og er mun svalara þar sem þeir láta á sér kræla.

Áfram tiltölulega hægur vindur á morgun og skýjað að mestu, en lengst af bjart á Norðurlandi. Það dregur heldur úr hitanum víðast hvar, en þó fer hann líklega yfir 20 stig bæði í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu.

Á miðvikudag er svo útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt með einhverri vætu í flestum landshlutum og þá minnka líkunar að það náist að rjúfa 20 stiga múrinn, en það er helst að sjá að hæðstu hitatölurnar verði vestan Tröllaskaga.
Spá gerð: 15.07.2024 15:09. Gildir til: 16.07.2024 00:00.

Veðuryfirlit

600 km SV af Reykjanesi er kyrrstæð 1002 mb lægð, en 280 km VNV af Bergen er 1005 smálægð á V-leið. Yfir N-Grænlandi og Jan Mayen er 1019 mb hæðasvæði.
Samantekt gerð: 15.07.2024 19:46.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 26.06.2024 22:25.

Veðurhorfur á landinu

Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða bjartviðri, en þokubakkar við austurströndina. Hiti 13 til 25 stig, hlýjast á Norðurlandi, en svalara í þokulofti.

Skýjað á morgun, en lengst af bjart á Norðurlandi. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast í innsveitum fyrir norðan, en svalast í þokuloftinu. Dálítil væta sunnan- og austantil annað kvöld.
Spá gerð: 15.07.2024 18:16. Gildir til: 17.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og bjartviðri. Hiti 11 til 18 stig. Skýjað á morgun og kólnar heldur.
Spá gerð: 15.07.2024 18:17. Gildir til: 17.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s norðurströndina, annars hægari austlæg átt. Súld eða rigning með köflum, einkum suðaustantil, en úrkomulítið norðvestanlands til kvölds. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 5-10 m/s og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á föstudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og væta með köflum. Hiti 8 til 17 stig, svalast með norður- og austurströndinni.

Á laugardag:
Norðaustanátt og þykknar upp, en fer að rigna austantil um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, mildast suðvestantil.

Á sunnudag og mánudag:
Norðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið suðvestantil. Áfram milt veður.
Spá gerð: 15.07.2024 19:59. Gildir til: 22.07.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica