Lægð nálgast nú landið úr vestri. Áttin verður suðlæg eða breytileg í dag, víða gola eða kaldi. Vestanlands verður skýjað og dálítil él síðdegis, annars staðar má búast við björtu veðri en stöku él fyrir norðan í morgunsárið.
Áfram fremur hæg breytileg átt á morgun, og víða dálítil snjókoma eða él af og til. Þá léttir til um landið sunnanvert seinnipartinn.
Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil.
Spá gerð: 27.01.2025 06:03. Gildir til: 28.01.2025 00:00.
500 km VSV af landinu er 980 mb lægðasvæði sem hreyfist lítið og dýpkar. 200 km SV af Jan Mayen er 970 mb lægð sem þokast SV. 600 km V af Írlandi er víðáttumikil 952 mb lægð sem þokast ANA.
Samantekt gerð: 27.01.2025 02:58.
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað vestanlands og él síðdegis, annars víða bjart með köflum.
Breytileg átt 3-10 á morgun og víða snjókoma eða él af og til, en léttir til sunnan heiða seinnipartinn.
Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins fyrir austan.
Spá gerð: 27.01.2025 04:47. Gildir til: 28.01.2025 00:00.
Austan 3-8 m/s, skýjað og él seinnipartinn. Norðlægari á morgun og bjart með köflum síðdegis. Frost 0 til 3 stig.
Spá gerð: 27.01.2025 04:47. Gildir til: 28.01.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-8 m/s og víða dálítil snjókoma eða él af og til. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil.
Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og stöku él fyrir norðan, annars þurrt að kalla. Frost 4 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Á fimmtudag:
Gengur í suðaustan 13-20 með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustanlands. Suðvestlægari um kvöldið, él og kólnar aftur.
Á föstudag:
Suðvestan 5-13 og dálítil él eða snjókoma. Dregur úr ofankomu síðdegis, frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp með rigningu og hlýnar vestantil um kvöldið.
Á laugardag:
Útlit fyrir stífa sunnanátt með talsverðri rigningu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Hægari um kvöldið og kólnar aftur.
Á sunnudag:
Minnkandi sunnanátt og dálítil él, en bjart með köflum norðaustantil. Frost um allt land.
Spá gerð: 26.01.2025 20:35. Gildir til: 02.02.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.