Febrúar 2003

Trausti Jónsson 9.1.2007

Hlýindi voru um allt land í mánuðinum og úrkoma víða talsvert umfram meðallag. Mánuðurinn hófst á kuldakasti en þ. 5. hlýnaði og var hiti jafn og oftast yfir meðallagi eftir það.

Reykjavík var meðalhitinn 2,0° sem er 1,6° yfir meðaltali áranna 1961-1990. Ekki hefur orðið hlýrra í febrúar í Reykjavík síðan 1991. Úrkoman mældist 157,5 mm í Reykjavík sem er rúmlega tvöföld meðalúrkoma. Í febrúar 1991 mældist úrkoman 169,8 mm en síðan þarf að fara aftur til ársins 1959 til að fá meiri úrkomu í febrúar. Sólskinsstundir voru 38,9 sem er 13 stundum færri en í meðalári. Á Akureyri var með eindæmum hlýtt. Meðalhitinn var 2,0° sem er 3,5° yfir meðallagi og hefur ekki orðið svo hlýtt þar í febrúar síðan árið 1965 en þá var meðalhitinn 3,1°. Úrkoman mældist í rúmu meðallagi, 47,3 mm, og sólskinsstundir voru 32,8 sem er 3 stundum færri en venja er. Í Akurnesi var meðalhitinn 3,1° og úrkoman mældist 277,3 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn -2,8° og hefur aðeins einu sinni orðið hlýrra þar í febrúar, síðan mælingar hófust árið 1966. Það var í febrúar 1975 og var meðalhitinn þá -2,4°. Úrkoman á Hveravöllum var 134,4 mm og sólskinsstundir 24,3.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica