September 2003

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mjög góð tíð var um land allt fyrri hluta september og var hiti þá u.þ.b. tveimur til þremur stigum ofan meðallags. Síðan kólnaði verulega og kalsaveður var um tíma. Þá snjóaði t.d. óvenju víða um norðanvert landið og varð jörð m.a. alhvít á Akureyri að morgni þ.18, en ekki hefur orðið alhvítt þar svo snemma hausts síðan 1940 (þá varð alhvítt þ.7).
Meðalhiti í Reykjavík var 8,3 stig og er það 0,9 stigum ofan meðallags. Síðustu 7 septembermánuðir hafa verið hlýrri, en reyndar munar litlu. Á Akureyri var meðalhiti einnig 8,3 stig og er það 2 stigum ofan meðallags, þrátt fyrir kuldakastið. Í Akurnesi var meðalhitinn 8,4 stig, en 3,3 á Hveravöllum.
Úrkoma í Reykjavík mældist 79mm og er það 17% umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman 48mm sem er 22% umfram meðallag. Í Akurnesi mældust 119mm og 90mm á Hveravöllum.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 144 og er það 18 umfram meðallag, en á Akureyri mældust þær 122 sem er 37 stundum umfram meðallag. Á Hveravöllum mældust 123 sólskinsstundir.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica