Orðskýringar

Helstu orð sem notuð eru í umfjöllum um ofanflóð

vedur.is 22.5.2007

Smellið á bókstaf til að skoða orð sem byrjar á viðkomandi staf
A Á B C D E É F G H I Í J K L M N O Ó P Q R S T U Ú V W X Y Z Þ Æ Ö

A

  • Aðsópssvæði: er það svæði í grennd við snjóflóðafarveg sem skefur af inn á upptakasvæðið.
  • Afmarkaður farvegur: kallast farvegur flóða ef hann hefur ákveðna breidd, t.d. í gili eða skál.
  • Aurkeila: Aurdyngja sem myndast af árframburði framan við gilkjaft.
  • Aurskriður: Vatnsblönduð skriða jarðefna.

Á

B

  • Berghlaup: þegar heil bergfylla hrynur fram.
  • Brotsár eða brotlína: Greinileg mörk upptaka eftir flekaflóð.
  • Brotstál: er veggurinn sem eftir verður og er hann sem næst hornrétt á skriðflöt snjóflóðsins. Brotstálið hefur ákveðna þykkt og ákveðna breidd.

C

  • °C: Hiti á selsíuskvarða.

D

E

É

F

  • Fallbraut: tekur við neðan upptakasvæðis, en það er sá hluti farvegarins neðan upptakasvæðis þar sem landhalli er yfir 10°
  • Farvegur: Heiti á því svæði sem getur komið við sögu þegar flóð fellur úr ákveðnu upptakasvæði. Farvegurinn nær frá efstu hugsanlegu upptökum flóðs niður að mestu hugsanlegu úthlaupslengd þess.
  • Flekasnjóflóð: nefnast flóð þar sem heill fleki af vindpökkuðum snjó fer af stað í einu.

G

  • Grjóthrun: þegar stakir hnullungar falla niður fjallshlíð.

H

  • Hæð: um ofanflóð er orðið notað til að lýsa hæð upptakanna yfir sjó.
  • Hættumat: Mat á hættu á ofanflóðum.

I

J

K

  • Kófhlaup: eru snjóflóð þar sem snjórinn blandast miklu lofti og verður svo eðlisléttur að flóðin hreyfast sem snjóský.
  • Krapahlaup: nefnast snjóflóð þar sem snjórinn er mettaður af vatni.

L

  • Lausasnjóflóð: myndast þegar laus snjór missir innri bindingu sína og skríður af stað.  

M

  • Mettaður snjór: ef öll holrúm milli snjókorna eru full af vatni.

O

  • Ofanflóð: eru flóð sem koma ofan frá; snjóflóð, aurskriður, grjóthrum og berghlaup.
  • Ofanflóðahættumat: Mat á hættu á ofanflóðum.
  • Opinn farvegur: kallast farvegur flóða ef hann er í sléttri hlíð. 

Ó

P

Q

R

  • Rakur snjór: ef hann hnoðast og er við 0°C.
  • Rennslisstig: er mælikvarði á skriðlengd snjóflóða sem gerir kleift að bera saman skriðlengd flóða sem falla í mismunandi farvegum.
  • Rýmingar: Þegar fólk þarf að yfirgefa hús vegna hættu á snjóflóðum. 

S

  • Skriðuvængur: Jaðar á skriðu, aurkeila.
  •  Staðaráhætta: Árlegar líkur einstaklings, sem dvelur allan sólarhringinn í húsi sem ekki er sérstaklega styrkt, á að farast í snjóflóði.  

T

  • Tunga: Tunga ákveðins snjóflóðs nær oftast einungis yfir lítinn hluta úthlaupssvæðisins.  

U

  • Upptakastoðvirki: eru girðingar uppi í hlíðum, settar til að hindra að snjóflóð fari af stað.
  • Upptakasvæði: liggur efst og er fyrir snjóflóð venjulega skilgreint sem sá hluti farvegar þar sem landhalli er yfir 28?30°.
  • Upptök: nefnist sá staður innan upptakasvæðisins þar sem ákveðið snjóflóð byrjar.  

Ú

  • Úthlaupshorn: er halli snjónlínu frá stöðvunarpunkti flóðsins að upptökum þess.
  • Úthlaupslengd: er lárétt skriðlengd snjóflóðs frá efstu upptökum niður að stöðvunarpunkti.
  • Úthlaupssvæði: er neðst, en það er allt svæðið neðan fallbrautarinnar þar sem snjóflóð í viðkomandi farvegi geta farið yfir áður en þau stöðvast.  

V

  • Varnarvirki: eru varnargarðar ofan við byggð  eða girðingar uppi í hlíðum.
  • Votur snjór: ef hægt er að sjá í honum vatn eftir að hann hefur verið kreistur.  

W

X

Y

Ý

Z

Þ

  • Þurr snjór: ef illmögulegt er að hnoða hann.  

Æ

Ö

Til baka




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica