Bíldudalur

Bíldudalur

Hættumat vegna ofanflóða á Bíldudal var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum  hættumatsnefndar Vesturbyggðar og samþykkt árið 2004. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats (sjá neðar). Endurskoðun hættumatsins frá 2004 var unnin fyrir Vesturbyggð og var henni lokið árið 2018.

Hættumat 2018

Ofanflóðahættumat fyrir Bíldudal hefur verið endurskoðað eftir byggingu leiðigarðs undir Búðargili og útvíkkað í báðar áttir. Undirbúningur að byggingu snjóflóðavarna á Bíldudal hófst í framhaldi af vinnu við hættumat fyrir Bíldudal sem staðfest var í janúar 2004. Lausleg forhönnun var unnin haustið 2004. Frumathugun fór svo fram árið 2005 og lauk með útgáfu skýrslu frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í nóvember það ár. Árið 2010 var lokið við leiðigarð sem beinir snjóflóðum og skriðuföllum úr gilinu til norðurs frá meginbyggð þorpsins. Varnargarðurinn dregur mikið úr ofanflóðahættu á svæðinu. Alls telst garðurinn verja 58 húseignir. Tillaga Veðurstofunnar að endurskoðuðu hættumati byggir á þeim tillögum sem settar voru fram í frumathugunarskýrslu VST.

Ofanflóðahætta hefur einnig verið metin á svæðinu frá Stóruskriðu, nokkru innan þéttbýlisins á Bíldudal, og út fyrir byggðina að Banahlein. Tilefni matsins er að reitur A á gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar sem ætlaður er fyrir íbúðabyggð er að hluta utan þess svæðis sem fyrra hættumat fyrir Bíldudal tók til og að sveitarfélagið hefur áform um nýtingu svæðisins undir atvinnustarfssemi.

Matsvinna, endurskoðun undir varnargarði

  • Tómas Jóhannesson
  • Eiríkur Gíslason
  • Ragnar Heiðar Þrastarson
Matsvinna, útvíkkun til suðurs og norðurs

  • Eiríkur Gíslason
  • Jón Kristinn Helgason
  • Árni Hjartarson
  • Magni Hreinn Jónsson
  • Sveinn Brynjólfsson
  • Tómas Jóhannesson

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi.

Endurskoðun á ofanflóðahættumati fyrir Bíldudal eftir byggingu varnargarðs undir Búðargili (VÍ 2018-013) (pdf 4,1 Mb)

Ofanflóðahættumat fyrir Bíldudal. Útvíkkun til suðurs og norðurs og endurskoðun vegna byggingar varnarvirkja undir Búðargili (2018-012) (pdf 10,1 Mb)

Hættumatskort fyrir Bíldudal (VÍ 2018) (pdf 6,3 Mb)

Hættumat 2004

Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 6. janúar 2004

Tillögur að hættumati vegna ofanflóða á Bíldudal voru unnar af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Vesturbyggðar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.

Vinna við hættumat fyrir Bíldudal hófst árið 2000. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 14. október 2003 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Engar athugasemdir bárust.

Matsvinna

  • Kristján Ágústsson (verkefnisstjóri), jarðeðlisfræðingur
  • Esther Hlíðar Jensen, jarðfræðingur
  • Hörður Þór Sigurðsson, verkfræðingur
  • Leah Tracy, verkfræðingur
  • Rainer Bell, landmótunarfræðingur
  • Siegfried Sauermoser, snjóflóðasérfræðingur
  • Thomas Glade, landmótunarfræðingur
  • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur
  • Þorsteinn Arnalds, verkfræðingur

Hættumatsnefnd Vesturbyggðar

  • Gunnar Guðni Tómasson (formaður), yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
  • Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
  • Jón B. G. Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
  • Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.


Hættumatskort (VÍ 2003) (pdf 0,5 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Bíldudal (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Vesturbyggðar, 2003) (pdf 1,2 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða á Bíldudal, Vesturbyggð. Greinargerð með hættumatskorti (hættumatsnefnd Vesturbyggðar, 2003) (pdf 0,3 Mb)


Hazard zoning for Bíldudalur, Vesturbyggð - Technical report (VÍ greinargerð 03034, 2003) (pdf 1,2 Mb)


Results of the 2D avalanche model SAMOS for Bíldudalur and Patreksfjörður, 2003 (VÍ greinargerð 03012) (pdf 0,05 Mb)


Keyrsluskrár SAMOS líkanreikninga (PowerPoint)


Ofanflóð á Bíldudal (VÍ greinargerð 03001, 2003) (pdf 0,7 Mb)



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica