Ísafjörður

Ísafjörður

Hættumat vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Ísafjarðarbæjar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats með breytingum í reglugerð nr. 495/2007. Endurskoðun hættumatsins frá 2007 er unnin fyrir Ísafjarðarbæ.

Hættumat 2012

Endurskoðað hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 10. ágúst 2008

Vinna við endurskoðun hættumats fyrir byggðina neðan innanverðs Gleiðarhjalla hófst 2009. Tilefni þessarar endurskoðunar er nokkur snjóflóð sem hafa fallið úr hlíðinni neðan innanverðs
Gleiðarhjalla síðan ofanflóðahættumat fyrir byggðina á þessu svæði var unnið um aldamótin
2000 (Þorsteinn Arnalds o.fl., 2002). Þessi snjóflóð eru vísbending um að snjóflóðahætta undir
innanverðum hjallanum hafi verið vanmetin í eldra hættumati og því ákveðið að endurskoða
matið.

Matsvinna

  • Tómas Jóhannesson (verkefnisstjóri), jarðeðlisfræðingur
  • Eiríkur Gíslason, verkfræðingur

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi.

Hættumatskort, byggðin neðan innanverðs Gleiðarhjalla, Ísafirði (VÍ 2012) (pdf 1,5 Mb)

Ofanflóðahættumati fyrir innanverðan Gleiðarhjalla (VÍ 2012-002, 2012)

(pdf 3,9 Mb)

Hættumat 2007

Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 2. september 2008

Vinna við endurskoðun hættumats fyrir Seljalandshverfi og Tunguskeið og hættumat fyrir Tungudal, Dagverðardal og Innri-Kirkjubólshlíð í Ísafjarðarbæ hófst árið 2003. Hættumatið var auglýst og kynnt með opnu húsi á Ísafirði þann 12. október 2007 og lá síðan frammi til kynningar á skrifstofu Ísafjarðarbæjar til 15. nóvember 2007. Ein ábending barst varðandi lögun hættulínu neðan varnargarðs á Seljalandsmúla og var hættulínum breytt lítillega þar sem þær liggja í sjó neðan varnargarðsins. Engar aðrar athugasemdir bárust við hættumatið.

Matsvinna

  • Þorsteinn Arnalds (verkefnisstjóri), verkfræðingur
  • Tómas Jóhannesson (verkefnisstjóri), jarðeðlisfræðingur
  • Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur
  • Hörður Þór Sigurðsson, verkfræðingur
  • Siegfried Sauermoser, snjóflóðasérfræðingur
  • Harpa Grímsdóttir, landfræðingur

Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar

  • Snjólfur Ólafsson (formaður), prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
  • Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
  • Sigurður Mar Óskarsson (til nóvember 2004)
  • Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs Ísafjarðarbæjar (frá nóvember 2004)
  • Gunnar Guðni Tómasson, forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi.

Hættumatskort, Ísafjörður (VÍ 2008) (pdf 6,5 Mb)

Mat á hættu vegna ofanflóða í Seljalandshverfi, á Tunguskeiði, í Tungudal, Dagverðardal og Innri-Kirkjubólshlíð í Ísafjarðarbæ. Greinargerð með hættumatskorti (hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar, 2007) (pdf 7,9 Mb)

Mat á hættu vegna ofanflóða í Seljalandshverfi, á Tunguskeiði, í Tungudal, Dagverðardal og Innri-Kirkjubólshlíð í Ísafjarðarbæ (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar, 2007) (pdf 2,3 Mb)

Hættumat fyrir Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudal og Dagverðardal (VÍ greinargerð 07008, 2007) (pdf 8,4 Mb)

Hættumat fyrir Innri-Kirkjubólshlíð (VÍ greinargerð 07011, 2007) (pdf 1,8 Mb)

Hættumat 2003

Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 9. maí 2003

Vinna við hættumat fyrir Ísafjörð og Hnífsdal hófst árið 1998 og vettvangskönnun fór fram þá um sumarið. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 19. júní 2002 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Skriflegar athugasemdir við hættumatið bárust frá fjórum íbúum. Fjallað var um athugasemdirnar í hættumatsnefnd sem og greinargerð Veðurstofu Íslands um þær. Nefndarmenn voru sammála um að þessar athugasemdir gæfu ekki tilefni til að endurskoða hættumatið. Munnleg ósk barst frá íbúa um að stækka hættumetna svæðið við Skutulsfjörð út fyrir Hnífsdalsveg 27 og vann Veðurstofa Íslands nýtt hættumatskort með þeirri breytingu. Þessi breyting var kynnt með tilkynningu í Bæjarins besta 12. mars 2003 og var hið nýja kort til sýnis á bæjarskrifstofunni á Ísafirði í fjórar vikur án þess að athugasemdir bærust. Nefndin samþykkti á fundi 9. apríl 2003 að leggja þetta hættumatskort fram sem tillögu sína að hættumati fyrir Ísafjörð.

Matsvinna

  • Þorsteinn Arnalds (verkefnisstjóri), verkfræðingur
  • Harpa Grímsdóttir, landfræðingur
  • Hörður Þór Sigurðsson, verkfræðingur
  • Leah Tracy, verkfræðingur
  • Siegfried Sauermoser, snjóflóðasérfræðingur
  • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur

Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar

  • Snjólfur Ólafsson (formaður), prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
  • Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
  • Sigurður Mar Óskarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Ísafjarðarbæjar
  • Gunnar Guðni Tómasson, yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf..

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi. Í fellivalsgluggum er hægt að sækja ýmis skjöl og kort er tengjast hættumatinu.


Hættumatskort, Ísafjörður (VÍ 2003) (pdf 0,9 Mb)


Hættumatskort, Hnífsdalur (VÍ 2003) (pdf 0,5 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar, 2002) (pdf 0,7 Mb)


Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ. Greinargerð með hættumatskorti (hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar, 2003) (pdf 0,6 Mb)


Hazard zoning for Ísafjörður and Hnífsdalur - Technical report (VÍ greinargerð 02020, 2002) (pdf 4,8 Mb)


Hazard zoning for Ísafjörður, Siglufjörður and Neskaupstaður - General report (VÍ greinargerð 01009, 2001) (pdf 1,1 Mb)


Results of the 2D avalanche model SAMOS for Ísafjörður and Hnífsdalur (VÍ greinargerð 02018, 2002) (pdf 0,04 Mb)


Keyrsluskrár SAMOS líkanreikninga (PowerPoint)


Veður í aðdraganda snjóflóðahrina á norðanverðum Vestfjörðum (VÍ greinargerð 02019, 2002) (pdf 0,9 Mb)


Snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal (VÍ greinargerð 03011, 2003) (pdf 1,0 Mb)


Framlenging hættumats vegna ofanflóða á Ísafirði til norðausturs út fyrir Hnífsdalsveg 27 (VÍ minnisblað ÚR-TóJ-2003-03) (pdf 0,8 Mb)



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica