Reykjavík

Reykjavík

Hættumat var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra 22. maí 2015

Hættumat vegna ofanflóða á Kjalarnesi er unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Reykjavíkur. Umhverfisráðherra skipaði nefndina 8. júní 2010 í samræmi við 3. gr. reglugerðar 50... með breytingum í reglugerð 49... um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.

Vinna við hættumat fyrir Kjalarnes hófst á Veðurstofunni árið 2009. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar í borgarráði Reykjavíkur og á fundi með íbúum og landeigendum á svæðinu þann 28. ágúst 2014. Þær voru jafnframt kynntar í opnu húsi í félagsheimilinu Fólkvangi í Grundarhverfi þann 3. september og lágu í kjölfarið frammi til kynningar í Fólkvangi og á borgarskrifstofum Reykjavíkur til 10. október. Þrjár athugasemdir bárust frá íbúum og hverfisráði Kjalarness. Fjallað var um athugasemdirnar í hættumatsnefnd og var ákveðið umfjöllun um áhættu á Sjávarhólasvæðinu yrði skýrð betur í endanlegri útgáfu í greinargerðar um hættumatið. Nefndin taldi að athugasemdirnar sem bárust gæfu ekki tilefni til endurskoðunar á áður kynntri tillögu að hættumati og samþykkti að ganga frá því óbreyttu til staðfestingar umhverfisráðherra.Ýmsum almennum athugasemdum íbúa og hverfisráðs, sem lúta að viðbrögðum Reykjavíkurborgar við hættumatinu fremur en efnisatriðum matsins sem slíks, vísaði nefndin til borgarinnar. Umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði hættumatið þann 22. maí 2015.

Matsvinna

  • Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur
  • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur
  • Árni Hjartarson, jarðfræðingur, Íslenskum orkurannsóknum
  • Halldór G. Pétursson, jarðfræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands

Hættumatsnefnd Reykjavíkur

  • Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri HRV, formaður
  • Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, sérfræðingur við tækni- og
    verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
  • Auður Ólafsdóttir, verkfræðingur á skrifstofu framkvæmda
    og viðhalds á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
  • Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi.

Hættumatskort (VÍ 2014) (pdf 1,2 Mb)

Mat á hættu vegna ofanflóða á Kjalarnesi (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Reykjavíkur, 2014) (pdf 1,4 Mb)

Ofanflóðahættumat fyrir Kjalarnes neðan Esjuhlíða. Greinargerð með hættumatskorti. (Veðurstofa Íslands og hættumatsnefnd Reykjavíkur, 2014) (pdf 38 Mb)





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica