Mosfellsbær

Mosfellsbær

Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 16. desember 2011

Hættumat vegna ofanflóða í Mosfellsbæ er unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Mosfellsbæjar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við 3. gr. reglugerðar 50... með breytingum í reglugerð 49... um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.

Vinna við hættumat fyrir Mosfellsbæ hófst á Veðurstofunni vorið 2010. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar með opnu húsi þann 7. júní 2011 og lágu frammi til kynningar á bæjarskrifstofunni í fjórar vikur. Frestur til að koma athugasemdum á framfæri rann út föstudaginn 8. júlí og engar efnislegar athugasemdir bárust.

Matsvinna

  • Eiríkur Gíslason (verkefnisstjóri), verkfræðingur.
  • Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur.

Hættumatsnefnd Mosfellsbæjar

  • Gunnar Guðni Tómasson (formaður), forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
  • Finnur Birgisson, skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.
  • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar
  • Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi.

Hættumatskort (VÍ 2011) (pdf 1,2 Mb)

Mat á hættu vegna ofanflóða í Mosfellsbæ (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Mosfellsbæjar, 2011) (pdf 2,8 Mb)

Ofanflóðahættumat fyrir Mosfellsbæ. Greinargerð með hættumatskorti (Veðurstofa Íslands og hættumatsnefnd Mosfellsbæjar, 2011) (pdf 5.0 Mb)

Hættumat vegna snjóflóða úr lágum brekkum

(VÍ minnisblað TóJ-2009/02) (pdf 0,3 Mb)



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica