Vík í Mýrdal

Vík í Mýrdal

Hættumat var staðfest af umhverfisráðherra 10. febrúar 2010

Hættumat vegna ofanflóða í Vík í Mýrdal er unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Mýrdalshrepps. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við 3. gr. reglugerðar 50... með breytingum í reglugerð 49... um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.

Vinna við hættumat fyrir Vík hófst á Veðurstofunni árið 2008 og fór vettvangskönnun fram í mars það ár og í júní og september 2009. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar með opnu húsi 27. október 2009 og lágu síðan frammi til kynningar á skrifstofu Mýrdalshrepps til 10. janúar 2009, sbr. 5. gr. framannefndrar reglugerðar, jafnframt því að vera aðgengilegt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Ekki bárust athugasemdir við hættumatið.

Matsvinna

  • Tómas Jóhannesson (verkefnisstjóri), jarðeðlisfræðingur.
  • Jón Gunnar Egilsson, tæknifræðingur.
  • Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur.

Hættumatsnefnd Mýrdalshrepps

  • Gunnar Guðni Tómasson (formaður), forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
  • Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
  • Grétar Einarsson, bóndi.
  • Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Skýrslur og kort

Skjöl eru vistuð á pdf-formi.

Hættumatskort (VÍ 2009) (pdf 0,7 Mb)

Mat á hættu vegna ofanflóða í Vík í Mýrdal (kynningarbæklingur, hættumatsnefnd Mýrdalshrepps, 2009) (pdf 0.25 Mb)

Hættumat fyrir Vík í Mýrdal. Greinargerð með hættumatskorti (Veðurstofa Íslands og hættumatsnefnd Mýrdalshrepps, 2009) (pdf 10,5 Mb)

Hættumat vegna snjóflóða úr lágum brekkum (VÍ minnisblað TóJ-2009/02) (pdf 0,3 Mb)



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica