Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fim. 03. apr.

    Nokkur hætta
  • fös. 04. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 05. apr.

    Nokkur hætta

Snjóaði til fjalla og skóf í kjölfarið í V-átt. ASA-hraglandi á sunnudag með snjókomu en blotnaði fljótt í neðri hluta hlíða.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á föstudag sást töluverð snjósöfnun á fjöllum, upp í 1 m lausasnjór hlémegin í fjöllum, SV-viðhorf. Gekk í ASA-hraglanda á sunnudag með snjókomu en blotnaði fljótt í neðri hluta hlíða. Snjóaði til fjalla og skóf í kjölfarið í V-átt.

Nýleg snjóflóð

Nokkrar spýjur í ýmsum viðhorfum í Norðfirði á mánudag. Nokkrar spýjur sáust efst í fjöllum í norðanverðum Reyðarfirði 28.3.

Veður og veðurspá

Hæglætisveður næstu daga. Léttskýjað á fimmtudag og föstudag og töluverð dægursveifla hita. Heldur hlýnandi.

Spá gerð: 02. apr. 12:54. Gildir til: 03. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica