Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir
-
þri. 24. des.
Nokkur hætta -
mið. 25. des.
Nokkur hætta -
fim. 26. des.
Nokkur hætta
Á mánudag hlánaði víða og eitthvað tók upp af nýja snjónum. Vindflekar sem gætu verið til staðar í flestum viðhorfum, þá helst hátt til fjalla og í giljum.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 400 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Vindflekar gætu verið til staðar hátt til fjalla.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Á mánudag hlánaði víða og rigndi um tíma upp í miðjar hlíðar. Á föstudag snjóaði ofan á harðfenni og skóf hér og þar. Litlir vindflekar hafa myndast til fjalla og gætu verið í flestum viðhorfum, þá helst hátt til fjalla eða í giljum. Gamli snjórinn var fremur stífur á flestum stöðum en lagskipting var í honum hátt til fjalla.
Nýleg snjóflóð
Nokkur lítil snjóflóð féllu í Oddsskarði á föstudag.
Veður og veðurspá
S-V-áttir næstu daga og líkur á snjókomu með köflum. Hvasst af og til og hiti í kringum frostmark á láglendi.