Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni) 

-
lau. 26. apr.
Lítil hætta -
sun. 27. apr.
Lítil hætta -
mán. 28. apr.
Lítil hætta
Snjór hefur sjatnað í dægursveiflu og sólríku veðri síðustu vikuna. Snjóþekjan er almennt talin nokkuð stöðug þó að votar spýjur geti fallið í hlýindum.
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Snjór hefur sjatnað í dægursveiflu og sólríku veðri síðustu vikuna og er almennt talin nokkuð stöðug. Hlýindi og dægursveifla munu áfram hafa styrkjandi áhrif á snjóþekjunna en þó má búast við að vot snjóflóð geti fallið á hlíðum sem njóta sólar.
Nýleg snjóflóð
Smáspýjur og kögglahrun í sólinni.
Veður og veðurspá
Hægviðri, bjart og dægursveifla um helgina. Allt að 13°C á láglendi en frystir á nóttunni.