Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 24. des.

    Lítil hætta
  • mið. 25. des.

    Nokkur hætta
  • fim. 26. des.

    Nokkur hætta

Lítill snjór er til fjalla en vindflekar gætu myndast í NA-lægum viðhorfum á næstu dögum. Fyrir var föl ofan á gamla snjónum sem er víðast talinn stöðugur eftir umhleypingar.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á mánudag hlánaði víða og lítill snjór er almennt til fjalla. SV-átt næstu daga með éljum gæti myndað vindfleka í NA-lægum viðhorfum til fjalla. Smá föl hafði bæst ofan á gamla snjóinn sem er víðast talinn stöðugur eftir umhleypingar.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Hvassar S-V-áttir næstu daga og gengur á með éljum. Hiti við frostmark við sjávarmál en frost til fjalla.

Spá gerð: 23. des. 15:21. Gildir til: 25. des. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica