Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • fim. 21. nóv.

    Nokkur hætta
  • fös. 22. nóv.

    Nokkur hætta
  • lau. 23. nóv.

    Nokkur hætta

Síðan á föstudag 15. nóv. hefur éljað og skafið í norðlægum áttum og snjór safnast fyrir í giljum og lægðum. Enn er þó fremur lítill snjór í upptakasvæðum. Með tímanum gætu veikleikar byggst upp í snjónum vegna áframhaldandi éljagangs og kulda.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Síðan á föstudag 15. nóv. hefur éljað og skafið í norðlægum áttum og snjór safnast fyrir í giljum og lægðum. Fyrir voru gamlar fannir hátt í fjöllum en víðast auð jörð. Enn er ekki kominn mikill snjór í fjöll en möguleiki á litlum vindflekum. Spáð er lítilsháttar éljagangi næstu daga og miklum kulda. Veik lög með köntuðum kristöllum byggst upp með tímanum, vegna þess hve kalt á að vera í veðri.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Lítilsháttar éljagangur og hæg breytileg átt á fimmtudag. Aðeins efnismeiri él á föstudag samfara NA-átt í kringum skafrenningsmörk. Áfram mikið frost.

Spá gerð: 20. nóv. 15:16. Gildir til: 22. nóv. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica