Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • mið. 05. feb.

    Töluverð hætta
  • fim. 06. feb.

    Töluverð hætta
  • fös. 07. feb.

    Töluverð hætta

Nýir óstöðugir vindflekar í snjókomu og skafrenningi sérstaklega í N-NA-viðhorfum. Vot flóð geta svo fallið þegar hlýnar á miðvikudag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Nýir vindflekar geta byggst upp til fjalla næstu daga sérstaklega í N-NA-viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjókoma og skafrenningur hafa byggt upp nýja vindfleka ofan á stöðuga snjónum sérstaklega í N- og NA- viðhorfum. Líklegt er að meiri snjór safnist fyrir í sömu brekkum og giljum með talsverðri snjókoma og hvassri S-SV-átt næstu daga. Á miðvikudag er aftur spáð hláku, og þá er líklegt að vot snjóflóð falli.

Nýleg snjóflóð

Ein spýja féllu í vegrás á Súðavíkurhlíð aðfaranótt 4. feb.

Veður og veðurspá

Hvöss S-SV átt með rigningu, slydduog snjókomu á miðvikudag. Hægari og snjókoma á fimmtudagsmorgun, hvöss SV-átt um kvöldið. Hægur og lítilsháttar snjókoma á föstudag.

Spá gerð: 04. feb. 15:28. Gildir til: 05. feb. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica