Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir
-
þri. 24. des.
Nokkur hætta -
mið. 25. des.
Nokkur hætta -
fim. 26. des.
Nokkur hætta
Nýr snjór er til fjalla en almennt lítill snjór á svæðinu. Í SV-éljagangi og skafrenningi næstu daga má búast við vindflekamyndun á hléhlíðum.
Snjóflóðavandi á svæðinu
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Lítið er af snjó á svæðinu til fjalla en vindflekar hafa myndast í giljum og lægðum víða eftir éljagang. Hláka á Þorláksmessu hefur bleytt snjóþekjuna upp í miðja hæð eða um 3-400 m sem síðan styrkist þegar frystir. Búast má við áframhaldandi vindflekamyndun á norður- og austurvísandi hlíðum næstu daga í viðvarandi SV-éljagangi.
Nýleg snjóflóð
Ekki hefur verið tilkynnt um nýleg snjóflóð á svæðinu.
Veður og veðurspá
Næstu daga má búast við hvassri suðvestanátt með viðvarandi éljagangi.