Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður
-
fim. 21. nóv.
Nokkur hætta -
fös. 22. nóv.
Nokkur hætta -
lau. 23. nóv.
Nokkur hætta
Síðan á föstudag 15. nóv. hefur éljað og skafið í N og NV átt og snjór safnast fyrir í giljum og lægðum. Enn er þó ekki mikill snjór í upptakasvæðum. Áfram er spáð einhverjum éljum næstu daga en óvíst er hvar nákvæmlega élin lenda og þar af leiðandi hversu mikið snjóar á Tröllaskaga.
Snjóflóðavandi á svæðinu
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Síðan á föstudag 15.11. hefur éljað og skafið í N og NV átt og snjór safnast fyrir í giljum og lægðum. Fyrir voru gamlar fannir hátt í fjöllum en víðast auð jörð. Í heildina er enn fremur lítill snjór í upptakasvæðum snjóflóða en möguleiki á litlum vindflekum. Spáð er áframhaldandi éljagangi næstu daga en talsverð óvissa er um hvar efnismestu éljabakkarnir lenda og þar af leiðandi um magn úrkomu á svæðinu. Með tímanum geta veik lög með köntuðum kristöllum byggst upp í snjónum, vegna þess hve kalt á að vera í veðri.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.
Veður og veðurspá
Áfram mikið frost. Einhver éljagangur næstu daga en talsverð óvissa er um hvar élin lenda og þar af leiðandi um magn úrkomu á svæðinu.