Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • lau. 26. apr.

    Nokkur hætta
  • sun. 27. apr.

    Lítil hætta
  • mán. 28. apr.

    Lítil hætta

Snjór hefur sjatnað í dægursveiflu og sólríku veðri síðustu vikuna. Snjóþekjan er almennt talin nokkuð stöðug þó að vot snjóflóð geti fallið í hlýindum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur sjatnað í dægursveiflu og sólríku veðri síðustu vikuna og er almennt talin nokkuð stöðug. Búast má við meiri lagskiptingu ofarlega til fjalla þar sem hlýindi hafa haft minni áhrif. Hlýindi og dægursveifla munu áfram hafa styrkjandi áhrif á snjóþekjunna en þó má búast við að vot snjóflóð geti fallið á hlíðum sem njóta sólar.

Nýleg snjóflóð

Lítið flekaflóð féll eftir skíðamann í Skíðadal 21. apríl. Vot flekahlaup, smáspýjur og kögglahrun í sólinni í síðustu viku.

Veður og veðurspá

Hægviðri, bjart og dægursveifla um helgina. Allt að 13°C á láglendi en frystir á nóttunni.

Spá gerð: 25. apr. 14:44. Gildir til: 26. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica