Fréttir og viðvaranir

Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti - 23.8.2023

Viti-lake-from-the-North-mynd-Michelle-Parks

Ferð vísindamanna frá Veðurstofunni að Öskju heppnaðist vel og er nú lokið.

Fyrsta niðurstöður sýna engar breytingar á gasi eða vatni frá fyrri árum en verið er að greina sýnin betur. Engar sjáanlegar breytingar eru á landslagi og mælingar á hitastig og sýrustigi benda ekki til þess að breytingar hafa orðið á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti. Tilkynningin sem barst þann 12.ágúst um gufustrók sem sást við jaðar Bátshrauns hefur verið túlkaður sem ryk vegna grjóthruns úr bröttum hlíðum öskjunnar.

Lesa meira

Óbreytt staða í Öskju - 15.8.2023

D929d32b-ab4a-4bfe-9306-7d462394a836

Aflögunarmælingar (GPS og InSAR) sýna að landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða síðan í lok september 2021. Dýpi og staðsetning á upptökum aflögunarinnar hefur ekki breyst síðan í september 2021, en upptökin eru á um 3 km dýpi og ekki eru vísbendingar um að það hafi breyst.  

Lesa meira

Land heldur áfram að rísa í Öskju á stöðugum hraða og eru engar vísbendingar um aukna virkni umfram það. - 16.6.2023

Askja-gervitunglamynd
Aflögunarmælingar (GPS og InSAR) sýna að landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða síðan í lok september 2021. Landris í Ólafsgígum, rétt vestan Öskjuvatns, nemur nú um 60 cm síðan það hófst í ágúst 2021. Lesa meira

Jarðskjáltavirkni í Öskju nokkuð jöfn frá áramótum - 17.3.2023

Mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni. Fundinn sitja jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og rýna gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig stofnunarinnar fyrir eldfjöll. Á fundinum var athyglinni sérstaklega beint að Öskju og Kötlu.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica