Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.
Alls mældust um 1200 jarðskjálftar í febrúar sem er nokkuð minna en síðustu mánuði. Frá 1700 til rúmlega 4000 skjálftar hafa mælst á landinu í hverjum mánuði síðustu sex mánuði.
Eins og síðustu mánuði mældust flestir jarðskjálftanna á Reykjanesskaga þar sem um 370 jarðskjálftar mældust, flestir á svæðinu í kringum Kleifarvatn og Trölladyngju.
Stærsti jarðskjálfti mánaðarins var M5.1 að stærð í Bárðarbungu þann 22. febrúar. Tilkynning barst um að hann hafi fundist á Akureyri.
Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn heldur áfram, en var þó minni í febrúar en síðustu mánuði.
Jarðskjálfti af stærð M2,8 í Brennisteinsfjöllum þann 16. febrúar fannst á Höfuðborgarsvæðinu.
2122 jarðskjálftar voru staðsettir af náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands í janúar og er það væg aukning miðað við undanfarna þrjá mánuði. Mesta virknin var á Reykjanesskaga, þá næst við Grjótárvatn og í Bárðarbungu. Stærsti skjálfti mánaðrins mældist M4.9 að stærð í Bárðarbungu þann 14. janúar. Alls mældust 30 skjálftar yfir M3.0 að stærð, þar af 21 talsins í Bárðarbungu.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa
Lesa meiraRúmlega 1750 jarðskjálftar mældust á landinu í desember. Fjöldi jarðskjálfta er svipaður og síðustu tvo mánuði. Mesta virknin var á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg en þar á eftir við Grjótarvatn. Sjötta eldgosið á árinu 2024 stóð yfir frá 20. nóvember til 8.desember og var það annað stærsta eldgosið að rúmmáli á Sundhnúksgígaröðinni. Stærsti skjálfti mánaðarins var M5,1 að stærð í Bárðarbungu. Alls mældust níu skjálftar yfir M3 að stærð, þar af tveir í Bárðarbungu.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa
Lesa meiraStærsti skjálfti mánaðarins var M3.6 í Bárðarbungu. Alls hafa sjö skjálftar mælst yfir M3 að stærð, þar af tveir í Bárðarbungu.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa
Lesa meira