Flug yfir Holuhraun 3. febrúar 2015
Nokkrar ljósmyndir með skýringum
Flogið var yfir Holuraun 3. febrúar 2015. Hér fylgja nokkrar ljósmyndir með skýringum.
Hér sést gas streyma upp úr hraunbreiðunni, langt frá gígunum. Ljósmynd: Guðrún Nína Petersen.
Hér sést hvernig gasmökkurinn streymir frá gígunum, þunnur og vatnslítill. Líklega náði hann ekki nema 5000 feta hæð; hann sveigði til norðausturs í átt að Breiðdal. Ljósmynd: Guðrún Nína Petersen.
Hús Jöklarannsóknarfélagsins á Grímsfjalli. Sjá má för eftir leiðangurinn sem þarna er á Vatnajökli. Ljósmynd: Guðrún Nína Petersen.
Gas streymir mest frá virkustu hlutum gíganna. Ljósmynd: Sara Barsotti.
Gosið hefur staðið í meira en fimm mánuði og gígbarmarnir eru orðnir ávalir. Ljósmynd: Sara Barsotti.