Jarðskjálftar - viðbrögð

Jarðskjálftar - Viðbrögð

Jarðskjálftar gera sjaldnast boð á undan sér. Því er nauðsynlegt að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð. Upplýsingar um forvarnir og viðbrögð eru fengnar af síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 30.01.2007 með góðfúslegu leyfi.

Innandyra

Sá sem er innandyra þegar stórir jarðskjálftar verða skal:

  • Forðast húsgögn sem fara á hreyfingu.
  • Varast hluti sem detta úr hillum og skápum, sérstaklega í eldhúsi.
  • Halda sig fjarri ofnum og kynditækjum sem hendast út af festingum.
  • Halda sig fjarri stórum rúðum sem geta brotnað.
  • Halda sig fjarri þeim stöðum í húsinu þar sem hætta er á hrynjandi byggingarhlutum.

Utandyra

Sá sem er utandyra þegar stórir jarðskjálftar verða skal:

  • Halda sig fjarri þeim stöðum þar sem hætta er á hrynjandi byggingarhlutum.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica