Bárðarbunga - GPS mælingar
Jarðskjálftar og láréttar færslur saman á kortum
Samanburður á færsluhraða GPS stöðva
Myndin ber saman færsluhraða á GPS stöðvum í nágrenni Bárðarbungu síðastliðinn mánuð (grænar örvar) við færsluhraða frá 21. september 2014 til dagsins í dag (bláar örvar).
Þetta er gert til þess að fylgjast með hraðabreytingum á færslum í átt að Bárðarbungu. Dagsetningin 21. sept. er valin vegna þess að þá er talið að færslur tengdar framrás kvikugangsins hafi hætt og að færslumerkin kringum Bárðarbungu, eftir það, tengist eingöngu sigi öskjunnar.
Stækkanleg mynd. Dagsetningar eru útskýrðar í myndatexta. Notkunarskilmálar, sjá neðst.
Hreyfingar síðasta sólarhrings og síðustu þriggja daga
Skjálftarnir hafa mismunandi liti eftir því hve langt er liðið. Færslur mældar með GPS mælingum eru settar fram á tvenns konar hátt: Rauðu örvarnar sýna færslur gærdagsins og grænu örvarnar sýna heildarfærslu síðastliðna þrjá daga. Hringirnir í kringum örvarnar tákna óvissu í mælingum. Dagsetningar eru útskýrðar í myndatexta. Stækkanleg mynd. Notkunarskilmálar, sjá neðst.
Hreyfingar frá upphafi atburðanna
Skjálftarnir hafa mismunandi liti eftir því hve langt er liðið frá því skjálftarnir mældust. Heildarfærslur mældar með GPS landmælingum eru merktar með svörtum örvum. Hringirnir í kringum örvarnar tákna óvissu í mælingum. Sjá einnig umfjöllun um upphafsdaga hér undir. Stækkanleg mynd. Notkunar-skilmálar, sjá neðst.
Notkunarskilmáli
GPS færslur sem sýndar eru á þessari síðu eru úr frumúrvinnslu, þ.e.a.s. óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar og annarra. Þeir sem hyggjast nota þessar niðurstöður í greinaskrifum skal hafa samband við VÍ eða JHÍ. Færslur geta breyst við nánari yfirferð gagnanna. Vitna skal til uppruna gagnanna í allri notkun:
"Frumúrvinnsla gagna, GPS hópur Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og GNS Science." - Einnig skal geta þeirrar dagsetningar þegar gögnin eru sótt.
Frekari upplýsingar um notkun gagna á vef Veðurstofunnar eru á sérstakri vefsíðu.