Laus störf
25032024

Sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði jarðskorpuhreyfinga með áherslu á aflögun eldfjalla og tölulegar hermanir. Við leitum að umsækjanda með reynslu af tölulegum líkönum (e. Analytical & numerical models) sem byggð eru á jarðskorpumælingum til þess að fylgjast með aflögun eldfjalla og breytingum vegna eldsumbrota. Reynsla af umvörpunaraðferðum gagna (e. geodetic inversion) frá bæði staðsetningarmælingum með gervitunglum (GNSS-mælingum, eða GPS) og bylgjuvíxlmyndum frá ratsjárgervitunglum (e. InSAR) er skilyrði. Enn fremur er gert ráð fyrir að viðkomandi vinni að afurðaþróun úr slíkum gögnum til að efla náttúruváreftirlitið. Um er að ræða fullt starf á þjónustu- og rannsóknasviði innan deildar eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks. Í boði er spennandi, krefjandi og fjölbreytt framtíðarstarf í hátækniumhverfi þar sem viðfangsefnið er náttúruöfl landsins.

Veðurstofan er opinber stofnun sem er ábyrg fyrir að vakta náttúruvá á og við Ísland og vara við náttúruvá. Frá árinu 2011 hefur Veðurstofan gegnt hlutverki eftirlitsaðila með eldfjöllum (State Volcano Observatory). Á Veðurstofu Íslands vinnur fjöldi fólks að spennandi þróunar- og rannsóknarverkefnum er tengjast veðri og loftslagi, jöklum, vatni og hafi, jarðskorpuhreyfingum, eldgosum, dreifingu gas- og öskuskýja sem og ofanflóðum.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að reikna þrívíð líkön með beitingu umvörpunar (e. inversion) fyrir ólík inntaksgögn frá aflögunarmælingum (GNSS/GPS og InSAR) til þess að meta mismunandi þætti/orsakir aflögunar við eldfjöll og reikna eðli upptaka (e. source parameters)
  • Þátttaka í eldfjallavöktun á Íslandi
  • Þátttaka í viðbrögðum vegna umbrota í eldstöðvum og vinna að niðurstöðum sem gagnast viðbragðsaðilum
  • Þróun og miðlun afurða til eftirlits og rannsókna
  • Miðlun upplýsinga til ýmissa hagsmunaaðila, t.d. til almennings, Almannavarna, flugmálayfirvalda, orkuiðnaðarins, fjölmiðla
  • Þátttaka í ýmsum verkefnum, þar með talið hættumatsgerð og rannsóknum

Hæfniskröfur

  • Doktorspróf í jarðeðlisfræði, eða tengdum raungreinum

  • Farsæl reynsla og þekking í eldfjallafræði og aflögun eldfjalla
  • Farsæl reynsla af bæði analýtískum og númerískum líkönum (analytical and 3D finite element modeling) af aflögun eldfjalla
  • Góð færni í forritun
  • Góð þekking á Unix/Linux er nauðsynleg
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að unnið undir álagi þegar náttúruvá steðjar að.
  • Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
  • Greiningarhæfni og færni til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, helst bæði á ensku og íslensku
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starf sérfræðings

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2024

Sækja um starf

Nánari upplýsingar veitir

Kristín Jónsdóttir, kristinj@vedur.is

Sími: 5226000

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is

Sími: 5226000


Nýjar fréttir

Ragnar Stefánsson jarðsunginn í dag

Ragnar Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum þann 25. júní sl. á 86. aldursári. Alla starfsævi sína var meginverksvið Ragnars fólgið í vöktun á jarðskjálftum og eldgosum, sem og að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að draga úr hættu af völdum þessara þátta. Á þessu sviði var hann í forystusveit á alþjóðlegum vettvangi.

Lesa meira

Stöðugt landris undir Svartsengi síðustu daga

Uppfært 9. júlí kl. 11:15

Það hafa mælst tæplega 20 jarðskjálftar yfir kvikuganginum, sá stærsti 1,3 að stærð vestan við Grindavíkurbæ. Þetta er svipuð virkni eins og hefur verið síðustu tvær vikur.

GPS aflögunargögn sýna að landris undir Svartsengi heldur áfram og er búið að vera á svipuðum hraða síðustu daga. Gervitunglamynd frá Sentinel 1 sem spannar tímabilið 25. júní - 7. júlí sýnir sama mynstur. Líkanreikningar byggðir á aflögunargögnum benda áfram til að kvikuinnstreymi sé meira nú en fyrir eldgosið 29. maí. Þessi gögn benda áfram til að annað kvikuhlaup og/eða eldgosi sé líklegt á næstu vikum eða mánuðum.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2024

Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vandræðum. Bændur lentu í tjóni, einhvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum.


Lesa meira

Mikilvægt að halda áfram þróun á aðferðafræði við gerð hættumats vegna eldgosavár

Samkvæmt lögum annast Veðurstofan rauntímavöktun á náttúruvá og skal gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum m.a. jarðskjálfta, eldgosa og jökulhlaupa. Veðurstofan hefur einnig það hlutverk að vera yfirvöldum til ráðgjafar varðandi forvarnir og viðbrögð við náttúruvá. Hluti af því er að meta reglulega og veita upplýsingar um hættu vegna eldfjallavár líkt og í atburðarrásinni á Reykjanesskaga síðustu ár.

Lesa meira

Kallað eftir sérfræðingum á fund milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, kallar eftir því að aðildarríki og áheyrnaraðilar tilnefni sérfræðinga á fund þar sem drög verða lögð að útlínum aðferðarfræðiskýrslu um kolefnisföngun, -förgun, nýtingu og geymslu (e. Methodology Report on the Carbon Dioxide Removal Technologies and Carbon Capture Utilization and Storage). Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica