Kallað eftir sérfræðingum á fund milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC)
Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, kallar eftir því að aðildarríki og áheyrnaraðilar tilnefni sérfræðinga á fund þar sem drög verða lögð að útlínum aðferðarfræðiskýrslu um kolefnisföngun, -förgun, nýtingu og geymslu (e. Methodology Report on the Carbon Dioxide Removal Technologies and Carbon Capture Utilization and Storage).
Athuga að ekki er verið að tilnefna skýrsluhöfunda. Slíkra tilnefninga verður óskað á seinni stigum, eða árið 2025, þegar útlínur skýrslunnar hafa verið samþykktar.
Fundurinn er skipulagður af verkefnastjórn IPCC um gróðurhúsalofttegundir (TFI) og er áætlaður seinni hluta október á þessu ári, en staðsetning fundar verður ákveðin innan skamms.
Þeir sérfræðingar sem eru tilnefndir þurfa að uppfylla kröfur um sérhæfingu og þekkingu sem má lesa betur um á síðu IPCC
Nánar um IPCC
Nánari
upplýsingar um undirbúning IPCC skýrslna, þar með talið stefnumótunarferlið,
eru aðgengilegar á síðu IPCC
Þeir sem hafa áhuga á að vera tilnefndir sem sérfræðingur til þátttöku eru beðnir um að hafa samband við Önnu Huldu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, (tölvupóstur: annaol@vedur.is) fyrir 15. júlí.
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja:
- Ferilskrá á pdf formi (að hámarki fjórar blaðsíður) á ensku
- Útfyllt excel eyðublað.
Fyrir enn frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við: IPCC fjölmiðlasvið, tölvupóstur: ipcc-media@wmo.int
Þeir sem óska eftir því að
vera á póstlista og fá upplýsingar um það þegar kallað er eftir tilnefningum í
hlutverk IPCC eru beðnir um að senda póst á annaol@vedur.is.
Hlutverk Veðurstofu Íslands sem tengiliðs Íslands við IPCC
Veðurstofa Íslands er landsskrifstofa IPCC á Íslandi í umboði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Skrifstofustjóri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar (SLA) er tengiliður við IPCC. Sem slíkur sér hann um samskipti við IPCC ásamt því að tilnefna sérfræðinga í verkefni sem tengjast starfi IPCC.