Veðurstofa Íslands 90 ára

svart hvít ljósmynd
© Veðurstofa Íslands
Jón Eyþórsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, 1926-1965. Myndin er tekin árið 1916 og stendur neðan við hana: Jón Eyþórsson, verðandi veðurfræðingur, 1916. Myndin er til innrömmuð á Veðurstofu.

Nýjar fréttir

Rauðar viðvaranir – ekkert ferðaveður

Sunnan rok eða ofsaveður verður seinnipartinn í dag og á morgun, 25 – 33 m/s. Búast má við mjög hvössum vindhviðum, sérstaklega við fjöll víða 35 – 45 m/s, en staðbundið yfir 50 m/s. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2025

Janúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma.  Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.

Lesa meira

Aukin hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni gæti varað í nokkrar vikur

Uppfært 4. febrúar kl. 13:15

eðurspá næstu daga sýnir lægðagang yfir landinu, sem gerir ráð fyrir suðvestan og sunnan stormi og úrkomu. Þessi veðurskilyrði geta haft áhrif á mælingar sérstaklega hvað varðar skyggni og næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS-mælinga. Veðurstofan mun áfram fylgjast náið með þróuninni, en fólk er hvatt til að fylgjast með veðurviðvörunum og gæta aðgátar við ferðalög.

Lesa meira

Nýr vefur fyrir veðurspár í loftið í dag

Fyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Þetta er fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vefnum og öllu tækniumhverfi vefsins.

Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef líkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is.

Í þessum fyrsta áfanga er lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað.

Lesa meira

Viðvaranir vegna hvassviðris og úrkomu næstu daga

Hvöss suðaustanátt verður fram til kvölds með hríðarveðri víða um land. Á láglendi suðvestantil má búast við slyddu eða rigningu. Það hlýnar í veðri, hiti verður á bilinu 0-5 stig síðdegis. Undir kvöld snýst í mun hægari vestanátt með stöku éljum vestantil, og kólnar tímabundið.

Á morgun, föstudag, má búast við suðaustanstormi eða jafnvel roki, auk hláku um allt land. Seinnipartinn eykst vindhraðinn í 18-25 m/s með talsverðri rigningu. Hvassast verður norðvestantil, en úrhellisrigning á Suðausturlandi. Austantil verður veðrið rólegra og þurrt fram til kvölds. Hiti verður á bilinu 5-10 stig annað kvöld.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica