Gagnaveita - XML þjónusta
Áríðandi: xmlþjónustan (og vefurinn sem slíkur) notast núna(frá byrjun október 2018) við SSL skilríki. Af þessum ástæðum þurfa notendur þjónustunar að uppfæra þá strengi sem þeir nota fyrir köll á þjónustuna. Bæta þarf við "s" við fremsta hlutann: https í stað http til að fá svar til baka.
Veðurstofa Íslands býður upp á þjónustu sem gerir fagaðilum kleift að sækja nýjustu staðarspár, textaspár og veðurathuganir; svo og norðurljósaspár og snjóflóðaviðvaranir. Þessi þjónusta er ókeypis. Hægt er að sækja veðurgögnin á XML, RSS og CSV formi.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
- Þessi þjónusta uppfærist ekki jafn ört og vefurinn. Verði hnökrar á þjónustunni á dagvinnutíma er greitt úr því jafnskjótt og unnt er. Utan dagvinnutíma gildir besta viðleitni.
- Breytingar á stöðvum eru ekki tilkynntar sérstaklega til notenda þjónustunnar.
- Breyting á gerð spáa er ekki tilkynnt sérstaklega til notenda þjónustunnar.
Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustunnar
Veður - staðaspár, textaspár og veðurathuganir
Leiðbeiningar um XML vegna veðurspáa (pdf 0,3 Mb)