Á eystri bakka Ölfusár, skammt neðan brúar við Selfoss, er einn af brunnmælum Veðurstofu Íslands (vatnshæðarmælir nr. 64). Vegna þess að þetta er fyrsti síritandi vatnshæðarmælir á Íslandi stefnir Veðurstofan að því að varðveita hann í þeirri mynd sem hann er.