Hitamet á íslenskum veðurstöðvum 1873-1923
Taflan hér að neðan sýnir hæsta hámarkshita sem mældist á einstökum veðurstöðvum á tímabilinu 1873 til 1923. Danska veðurstofan hóf mælingar hér á landi 1873 og þá var farið að mæla hita í mæliskýlum, en þau höfðu óvíða verið notuð fram að þeim tíma. Mjög fáar stöðvar mældu allt þetta tímabil, en allmargar í fáein ár. Í nokkrum tilvikum vantar einstök ár inn í þau tímabil sem tilfærð eru í töflunni. Fyrstu ár Veðurstofunnar, frá 1920 og fram yfir miðjan þriðja áratuginn, var hámarkshiti aðeins mældur á örfáum stöðvum. Líklega hefur það ekki mikil áhrif á metin því fremur lítið var um hitabylgjur á þessum árum. Frekari athugasemdir og skýringar á dálkaheitum er að finna í texta undir töflunni.
Hámark | Ár | Upphaf | Endir | Númer | |
---|---|---|---|---|---|
Aðalvík á Hornströndum | 20,5 | 1882 | 1882 | 1882 | 281 |
Akureyri | 29,9 | 1911 | 1881 | 1923 | 422 |
Arnarbæli í Ölfusi | 21,4 | 1919 | 1918 | 1920 | 965 |
Bergstaðir í Skagafirði | 21,2 | 1881 | 1881 | 1881 | 361 |
Bjarnarnes í Hornafirði | 21,4 | 1887 | 1884 | 1890 | 712 |
Blönduós veðurfarsstöð | 20,6 | 1889 | 1888 | 1889 | 341 |
Blönduós skeytastöð | 22,6 | 1911 | 1906 | 1911 | 341 |
Borðeyri í Hrútafirði | 22,2 | 1891 | 1883 | 1893 | 304 |
Bær í Hrútafirði | 21,4 | 1919 | 1916 | 1920 | 306 |
Djúpivogur | 22,1 | 1874 | 1873 | 1881 | 676 |
Eyrarbakki | 23,6 | 1891 | 1880 | 1910 | 923 |
Fagurhólsmýri í Öræfum | 23,1 | 1916 | 1903 | 1919 | 745 |
Fiskilækur í Melasveit | 21,1 | 1883 | 1882 | 1883 | 99 |
Flatey á Breiðafirði | 16,9 | 1882 | 1881 | 1883 | 210 |
Flateyri | 22,1 | 1883 | 1882 | 1884 | 244 |
Gilsbakki í Borgarfirði | 26,6 | 1908 | 1888 | 1910 | 121 |
Grímsey | 26,2 | 1876 | 1873 | 1923 | 404 |
Grímsstaðir á Fjöllum | 28,1 | 1911 | 1907 | 1923 | 495 |
Hafnarfjörður | 22,6 | 1894 | 1877 | 1898 | 11 |
Holt í Önundarfirði | 20,2 | 1908 | 1898 | 1908 | 239 |
Hrepphólar í Hrunamannahreppi | 21,8 | 1880 | 1880 | 1882 | 905 |
Hrísar í Eyjafirði | 23,7 | 1885 | 1881 | 1887 | 430 |
Ísafjörður | 20,2 | 1901 | 1898 | 1904 | 254 |
Ísafjörður, skeytastöð | 22,4 | 1918 | 1909 | 1919 | 254 |
Kjörseyri í Hrútafirði | 25,1 | 1911 | 1911 | 1915 | 304 |
Kjörvogur í Árneshreppi | 13,0 | 1882 | 1882 | 1882 | 290 |
Kórekstaðir á Úthéraði | 25,0 | 1901 | 1899 | 1901 | 561 |
Möðrudalur | 28,8 | 1894 | 1886 | 1918 | 490 |
Möðruvellir í Hörgárdal | 28,6 | 1911 | 1892 | 1923 | 419 |
Nefbjarnarstaðir á Úthéraði | 29,1 | 1911 | 1907 | 1919 | 564 |
Núpufell í Eyjafirði | 25,7 | 1888 | 1889 | 1886 | 430 |
Papey | 22,1 | 1916 | 1873 | 1919 | 680 |
Raufarhöfn | 24,4 | 1889 | 1885 | 1898 | 505 |
Reykjavík | 24,7 | 1891 | 1881 | 1923 | 1 |
Sandfell í Öræfum | 21,4 | 1901 | 1898 | 1902 | 747 |
Sauðanes á Langanesi | 25,9 | 1911 | 1903 | 1916 | 508 |
Seyðisfjörður | 28,9 | 1911 | 1907 | 1919 | 615 |
Siglufjörður | 21,1 | 1883 | 1881 | 1883 | 401 |
Skagaströnd | 20,0 | 1883 | 1877 | 1883 | 348 |
Skeggjastaðir í Bakkafirði | 24,0 | 1889 | 1885 | 1889 | 520 |
Stórhöfði í Vestmannaeyjum | 19,2 | 1923 | 1922 | 1923 | 815 |
Stórinúpur í Hreppum | 26,6 | 1891 | 1883 | 1919 | 906 |
Stykkishólmur | 22,9 | 1894 | 1873 | 1923 | 178 |
Syðra-Lón á Langanesi | 20,9 | 1883 | 1883 | 1883 | 506 |
Teigarhorn í Berufirði | 26,3 | 1886 | 1882 | 1923 | 675 |
Valþjófsstaður í Fljótsdal | 24,5 | 1880 | 1880 | 1883 | 591 |
Vestmanneyjakaupstaður | 22,4 | 1919 | 1878 | 1921 | 816 |
Vestmanneyjakaupstaður skeytastöð | 23,2 | 1919 | 1912 | 1919 | 816 |
Vífilsstaðir við Reykjavík | 20,8 | 1911 | 1911 | 1917 | 15 |
Þórshöfn á Langanesi | 23,4 | 1917 | 1917 | 1917 | 507 |
Fyrsti dálkurinn í töflunni sýnir nafn stöðvarinnar, þeir tveir næstu hæsta hámarkshita stöðvarinnar og hvaða ár hann mældist. Síðan kemur upphafsár stöðvarinnar, hér ber að athuga að taflan nær ekki lengra aftur en til 1873 og hámarksmælingar hófust ekki alltaf um leið og stöð var stofnsett. Hafi hámarksmælingum verið hætt á tímabilinu kemur það ártal fram í næstsíðasta dálknum, en árið er sett 1923 ef mælingarnar ná til enda þessa ákveðna tímabils. Síðasti dálkurinn er innra númer stöðvarinnar (fyrir starfsmenn Veðurstofunnar).
Almennt má segja að tölurnar séu trúverðugar. Það er helst talan í Grímsey sem staðið hefur í mönnum. Þótt mælingar 1876 séu mjög af skornum skammti er samt ljóst af athugunum annarra stöðva að óvenjuhlýtt var á landinu þennan dag. Í gögnum tímabilsins er sleppt einni tölu frá Möðrudal, en í skýrslu stöðvarinnar er getið um 32,8 stiga hita í júlí 1901. Ekki var afbrigðilega hlýtt annars staðar á landinu þennan dag og líklega er um misritun að ræða.
Áberandi mesta hitabylgja tímabilsins er í júlí 1911, en þá var óvenjulegur hiti víða um land. Á Suðurlandi voru óvenjulegir hitar í júní 1891.
Sjá einnig Hitamet á íslenskum veðurstöðvum 1924-2007.