Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 18. maí

    Nokkur hætta
  • sun. 19. maí

    Nokkur hætta
  • mán. 20. maí

    Nokkur hætta

Smá snjókomu er spáð til fjalla um helgina. Hann gæti bundist illa við undirliggjandi rakan snjó og óstöðugir flekar myndast.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Veikleiki getur myndast milli nýs snjós sem fellur um helgina og undirliggjandi raks snjós.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Fyrir helgi var vorsnjór til fjalla, rakur og einsleitur. Hann ætti að stífna á laugardag þegar kólnar og dálítilli snjókomu er spáð ofan á. Viðbúið er að litlir flekar myndist til fjalla og að veikleikar geti verið á milli nýja og gamla snjósins. Fremur þunn flekaflóð geta fallið, af náttúrulegum orsökum eða undan útivistarfólki. Á mánudag hlýnar með rigningu á láglendi og þá geta vot flóð fallið.

Nýleg snjóflóð

Skíðamaður setti af stað vott snjóflóð í Botnsdal í brattri brekku miðvikudaginn 8. maí.

Veður og veðurspá

Kólnar á laugardag með N-NA átt og dálítilli snjókomu til fjalla. Hvessir úr A og NA á sunnudag. Hlýnar aðeins á mánudag með rigningu, a.m.k. á láglendi.

Spá gerð: 17. maí 13:30. Gildir til: 20. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica